Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Page 22

Eimreiðin - 01.05.1907, Page 22
102 stundum úr mel. Klyfberi af tré var ofan á. í honum stóðu klakkar til að hengja klyíjar á, og í hann voru gjarðirnar festar. Torfreiðingar tíðkast að vísu enn. Þó er nú líka farið að nota heydýnu-reiðingu, sem Gunnar Hinriksson úr Fljótsdalshéraði hefir komið hér á, og líklega fundið upp. Þykja þeir léttari og þægilegri. — En reiðingar eru nú æ minna notaðir, því vagnar (eða kerrur) eru sem óðast að útrýma klyfjaflutningi á hestum þar, sem vögnum má við koma. Næstum hver búandi hér í hrepp hefir fengið sér vagn og sumir fleiri en einn. Þeir, sem ekki hafa þá enn, fá þá að láni hjá grönnum sínum. Hestskónagla eru menn nú hættir að smíða, því í búðum fást hóífjaðrir, sem- þykja betri, og enda ódýrari en nagla smíðið. Sláttuljáirnir íslenzku sjást ekki lengur. Skozku ijáirnir, sem Torfi í Ólafsdal kom á hér á landi, hafa útrýmt þeim, — þykja miklu betri. Hrífutindar voru áður úr birki, en nú úr brúnspæni og þola betur. Taðkvarnir eru nú alment hafðar í stað kvísla, til að mylja áburðinn. Skilvindur eru hér á hverjum bæ og hafa útrýmt trogum og byðnum. Leirskálar eru alment hafðar fyrir matarílát, en askar af tré, með útskornu loki, oft fallegu, eru nú lagðir niður. Sama er um diska. Skeiðar, sem fást mjög ódýrar í búðum, hafa einnig næstum út- rýmt hinum útskornu hornspónum, sem áður voru uppáhaldsgripir og áttu oft skilið að vera það, fyrir fegurðar sakir. Hér í næsta hrepp er þó enn til spónasmiður. En það verk borgar sig ekki lengur. Næturgögn af tré, sem áður tíðkuðust og óþefur fylgdi, eru nú sama sem horfin, því í búðum fást náttpottar af leiri eða steindu járni. Vatnsfötur og mjólkurfötur úr tré eru líka að hverfa. Svo- nefndar »spöndur« úr galvaníseruðu járni eru að útrýma þeim. Stundaklukkur voru hér á 3 bæjum, er ég man fyrst, allar »Bornholmsverk«. Svo stóð um mörg ár. Smámsaman fóru aðrar klukkur að tíðkast, og nú er eigi að eins klukka á hverjum bæ, heldur má næst- um segja að hver fulltíða maður hafi úrið sitt í vasanum. Dagsmörk heyrast nú aldrei nefnd; enda bar þeim lítt saman. Á mörgum stöðum eru hér örnefni kend við dagsmörkin og getur það haldið uppi minningu þeirra. Saumavél er nú á flestum, ef ekki öllum, bæjum hér. Þykir ekki viðlit að sauma án þeirra. P r j ó n a v é 1 er 1 í hreppnum og hefir nóg að gjöra, því lítið er nú orðið um handaprjón móts við það sem áður var. Eldavélar eru komnar á nokkra bæi. Ljósfæri voru alment lýsislampar. — Þeir hafa fengið nafnið »grútarlampar« af því, að lýsið, sem brent var á þeim, hefir eigi ávalt verið sem bezt. En mikil framför hefir það á sínum tíma verið, er þeir útrýmdu ljósakolunum, sem áður höfðu tíðkast. Eg sá tvær kolur. Þær voru þá hafðar fyrir deiglur til að bræða í tin og blý. Með því lýsislampinn er horfinn, skal lýsa honum nokkuð: Hann var tvöfaldur: yfirlampinn gekk ofan í undirlampann. Að framan höfðu þeir mjótt nef. Lá kveikurinn í nefi yfirlampans og logaði ljósið á fremri enda hans.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.