Eimreiðin - 01.05.1907, Page 37
ll7
og horfði á lækninn. Par var engin breyting að sjá. Svo retti
hann lækninum ískalda höndina, kvaddi og bjóst til ferðar. —
»Ég má þá skrifa hjá mér, að það var rétt upp úr nýjárinu,
að þér ætlið að borga?« kallaði læknirinn út úr bæjardyrunum.
IV.
Læknirinn var varla seztur niður, þegar honum bárust boð
frá Steina á Bæ, að hann bæði lækninn að koma til tals við sig
fram í bæjardyrnar. — Læknirinn brá skjótt við; það var ekki
siður að húskarlarnir hans séra Ólafs á Bæ biðu lengi eftir að ná
tali af honum.
»Eg átti að heilsa frá prestinum. Hann biður yður að gera
svo vel að koma yfrum í kvöld og líta á börnin,« flýtti Steini sér
að segja um leið og hann heilsaði lækninum.
»Er nokkuð að þeim?«
»Ójá. — Pau hafa verið lasin þessa síðustu daga, en hríð-
versnað svo í dag, að frúin þorÖi ekki annað, en senda eftir
lækninum. Presturinn sendir yður Dreyra sinn. Hélt að hann
yrði viljugri heim að sækja — móti hríðinni — en Skagi yðar.«
»Eað er ágætt! Ég verð til eftir augnablik,« sagði læknirinn
um leið og hann hljóp inn göngin.
»Já ekki nema það þó, að börnin á Bæ eru dauðveik!« sagði
læknirinn um leið og hann kom inn í stofuna. »Og hefði ég svo
farið á stað með honum Grími. Látið hann ginna mig. Nei —
þetta heitir að hafa vaðið fyrir neðan sig!«
»Já það er gott að maður getur þó stundum ráðið sérsjálfur,«
sagði frúin um leið og hún stóð upp frá saumaborðinu.
»En elskan mín góða! Nú verðurðu að hafa hraðar hendur,
með að búa mig. Eað dimmir óðum.«
Og það hafði hún líka, blessuð frúin. Eftir fjórðung stundar
var íæknirinn ferðbúinn, og svo var haldið af stað eins og leið
liggur yfir að Bæ.
Og þó veðrið væri alveg eins og þegar Grímur fór, gerði
ekkert til. J’að var aldrei svo ófært veður, að það væri ekki
fært millum Brekku og Bæjar, þyrfti læknirinn að bregða sér
þangað. Og það vissi heimurinn — læknirinn auðvitað líka —• að
ódáinsdropar Bakkusar vóru ekki í hverju koti. En á prestsetr-
inu vóru þeir á hvaða tíma árs, sem var. Nægar birgðir, það er