Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 42
122 tatæklinganna. Allir fagna hátíðinni, hafa þráð hana svo lengi. Öldungarnir þrá enn þá einu sinni að heyra friðarboðskapinn, og börnin hlakka til mörgu ljósanna og nýju klæðanna. Nóttin helga — þessi blessaða nótt, sem er friðarboði mann- kynsins, og sólin sem stráir ylgeislum sínum yfir allan heim, — alla leið frá sígrænum Betlehems-héruðum og norður í skamm- degið íslenzka! — Pað var búið að kveikja á Hamri. Fjögur tólgarkerti á einum stjaka vörpuðu skærri birtu yfir litlu baðstofuna. Guðlaug kraup á knjánum frammi fyrir litla rúminu, og horfði á drenginn jieirra Gríms. •—• Nú var stríðið á enda. Augun vóru brostin, en himneskt bros lék um þrútna vangann, sem ekki var orðinn kaldur. Hann var nýskilinn við. Djúp þögn hvíldi yfir baðstofunni. Pað fór titringur um Guðlaugu, þar sem hún kraup við rúmstokkinn og horfði á drenginn þeirra ástkæra. Grímur sat við borðið og starði út í bláinn. Rúnir sorgar og þreytu vóru merktar á enni honum. I hjónarúminu var Sigga litla vafin innan í yfirsængina; hún var sofandi. »Eigum við ekki að lesa?« stundi Grímur upp eftir nokkura stund. »Jú,« hvíslaði Guðlaug svo lágt að varla heyrðist. Grímur seildist eftir bók ofan frá hillunni, settist niður við borðið og byrjaði að lesa. Honum var þungt um, veitti erfitt að fá orðin fram. l'að var eins og eitthvað sæti í hálsinum á honum, tæki fyrir hljóðið, ætlaði að kæfa það — varna því útgöngu. Orðin komu á stangli eitt og .eitt. Pað var eins og hann væri að brenna, væri staddur í eldhafi og stiklaði á eimyrju. Hann las um manntalið, sem Ágústus keisari hafði boðað, og skipun hans um að hverjum bæri að mæta á fæðingarstöðvunum, svo hann yrði skráður á talslistann. Hann las um komu Jóseps og Maríu til Betlehems og fæðingu Jesú Krists í jötunni. Hann las um englana, sem fluttu boðskapinn — fagnaðarboðskapinn. sem við kom öllu fólki, um birtuna, sem ljómaði kringum fjár- hirðana þessa dimmu nótt, þegar hin himneska hersveit söng: »Dýrð sé guði í upphæðum, friður yfir jörðu og guðs velþóknun yfir mönnunum!« Hann las um gæzku guðs, og elsku hans til vor mannanna — að stærsta gæzka guðs hefði verið, að gefa okkur sinn eingetinn son, svo hver, sem á hann tryði, ekki skyldi fyrir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.