Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 43

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 43
123 farast, heldur hafa eilift líf. -— »Óttist ekki, því ég flyt yður stór fagnaðartíöiridi, sem við koma öllu fólki: I dag er yður frelsari fæddur, hver að er Jesús Kristur í borg Davíðs!« — Guðlaug kraup við rúmstokkinn, og starði á litlu roðarósina í kinnum drengsins, sem var að smáminka og fölna. Svo tók hún í litlu höndina, og hallaði höfðinu ofan á brjóstið, eins og til að ganga úr skugga rim, hvort hann væri alveg dáinn. — Engin hreyíing — brjóstið bifaðist ekki — alt líf var útslokkið. — — Hvað vegir guðs væru órekjanlegir, og verk hans undar- leg. Og guð skyldi geta verið svona harður? Eða hvað var það annað en harka, að taka líf barnanna þeirra svona hvað eftir annað? Grípa hershöndum sólina, sem hann hefði fyrir skömmu lýft upp á skýjaðan himininn, til þess að lýsa þeim áfram út úr myrkrinu? Og hvernig ætti að skilja það, að guð væri algóður og elskaði mennina? — Pað fyndust máske menn, sem guð elskaði. En það væru þá þessir stóru menn, sem lifðu í allsnægtum, ánægðir og glaðir, — sem guð elskaði. En fátæklingana — eins og þau — þá elskaði hann sannarlega ekki. Og virtist svo í fljótu bragði, að hann væri miskunnsamur, tæki hann það bráðlega aftur, sem hann hefði gefið. Kæfði hverja von og gerði lífið dimt og hræðilegt. Svona hefði guð breytt við þau Grím. Hann hefði brugðið upp ljósi í svartasta myrkrinu, en slökt það áður en þau fundu veginn. Hatin hefði ekki unt þeim að hafa ljósið. Petta væri það, sem guð gerði, og svona væri hann. Tæki með vinstri hendinni, það sem hann gæfi með þeirri hægri —- En því gerði guð þetta? Hví léki hann hana og Grím svona hart? Væri hennar synd svo miklu stærri en annarra manna — að dauði Jesú Krists gæti ekki bætt fyrir hana? Pyrftu blessuð börnin hennar að fórnfærast fyrir hennar gerðir — bæta fyrir hennar brot? En því hefði guð ekki tekið hennar eigið líf? Látið hennar eigið líf bæta fyrir hennar eigin syndir? Og hvað hefði hún svo unnið til saka? Hún fór að rifja upp ýmislegt frá æskudögunum, en hún gat , ekkert fundið, sem væri beinlínis synd, og alls ekki að hún hefði aðhafst nokkuð, sem heimti svo harða hegningu, að guð þyrfti að taka líf barnanna hennar fjögurra sem bót gerða hennar. Hún hefði auðvitað breytt á móti föður sínum, og það væri sagt, að guð tæki hart á því. En guði — sem sagður er alskygn og al-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.