Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 46

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 46
I2Ó en frostkaldur dauöinn úr framtíðar sjó með flughraða rendi og blómkransinn hjó, er guð hafði sent henni; sorgin var komin og treginn. Hún gekk út í móinn, er dagroðinn dó, hun dvaldi þar náttlangt hjá rósunum ungu, og brekkan var hæli, er brast hana ró í breytinga föllum á hversdagslífs sjó, í brennandi tárum hún svæfði þar sorgirnar þungu. En vetur með frosti og fannkyngi rauk um foldina bleika, hann kom þar í móinn. Með ræningja höndum hann rósirnar strauk, með ramgerðum hnútum hann verkinu lauk; hið efra þar sá ekki annað en drifthvíta snjóinn. En þegar sólin frá suðrinu leit, þá sjatnaði fönnin um brekkuna’ og móinn; en frostið kom enn þá til fjalls og í sveit, það fann þennan einstæðings blómkransa reit, að svelli þá gerði það síbjarta, helkalda snjóinn. Og niður í sárkalda svellinu þar í sólgeisla líkingu rósknappar glóðu. Já, litblærinn gullinn og glampandi var og greining á litum af öllu því bar, er sést hafði áður, þar sá enginn hálfleikans móðu. En það voru tárin, sem tindruðu þar, þau tindruðu’ og mynduðu rósirnar fríðu. Und klakanum afl þeirra verkandi var; svo veiztu, ef frostrós að sjón þinni bar, hún kemur af tárum, er stafa af sorginni stríðu. II. KVÖLDSÓLIN. Eg grúfi mig niður í grasið og bið um getu til alls, er ég þrái að vinna,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.