Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 54

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 54
134 lags, heldur barátta millum afla, sem vilja viöhalda mannlífinu og öllu, sem hefir gildi fyrir það, og annarra, sem vilja tortíma því: milli Ása og jötna. Hjá trúsagnaskáldum víkingaaldarinnar er baráttan við jötna orðin, að kalla má, aðalefnið í öllu. Pað er baráttan ein, sem heldur heiminum uppi, og í þeirri baráttu verða Æsir sí og æ að taka á öllu afli sínu og hyggindum. T’ór er á sífeldum erli til varnar gegn jötnagrúanum; Óðinn fer dularklæddur til þess að buga hinn bragðvísa jötun með vizku sinni, eða til að afla sér á laun þeirra andans meðala, sem gæða hann afli: hann nemur vísdóm af einum, hann tælir Suttungsmjöðinn frá mey þeirri, er gætir hans, hann stelst til að ná ástum, er leiða til getnaðar hefnanda goðanna, hann þreytir orðspeki við jötuninn, svo um lífið er að tefla, eða hann vekur upp risavölvuna framliðnu úr gröf sinni og kúgar hana til vefrétta. YGGDRASILL. Einkennilegust er þó hugmyndin um heims- tréð Yggdrasil: Öll tilveran er ein samstæða, einn skapnaður; og alt lífsafl hennar rennur saman í Yggdrasil. Limar asksins standa yfir himni, en af rótum hans þremur er ein með Ásum (o: í mann- heimi), önnur með Hrímþursum og þriðja yfir Niflheimi. »F>aðan koma döggvar, þærs í dali falla« og hressa eða endurnæra nátt- úruna; en þar eiga og goðin dómstað sinn, og frá Urðarbrunni undir krónu asksins koma örlaganornirnar. Lessi trés-hugmynd kemur einnig fram í trúsögnum eða skáldskap annarra þjóða; Hómer kveður um mannkynið sem tré, er stöðugt felli blöð sín, en laufgist þó á ný. En norræna heimstréð felur þó jafnframt í sér hugsun um þjáning og framróður: Askr Yggdrasils hjörtr bítr ofan, drýgir erfiði en á hliðu funar, meira en menn viti: skerðir Níðhöggr neðan. En nornirnar ausa á hann úr brunninum; hann »stendr æ yfir grænn Urðar brunni«. Lað heljarafl, sem kemur fram í þessari þrotlausu baráttu, samsvarar ákveðnum einkennum í eðli Norðurlandabúans — og að sumu leyti alls gotneska þjóðflokksins: tilhneiging til að tvískifta öllu, og oft næð allsterkum siðkenningablæ yfir gagnstæðunum: í goðalífinu Æsir andspænis jötnum, í hetjulífinu göfugmennið andspænis níðingnum. Hugur hans er of barnslegur til að geta

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.