Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Page 57

Eimreiðin - 01.05.1907, Page 57
137 hafgúur. Menn segja frá því, hvernig þær flýja undan honum, tröllvaxnar, meö flaksandi hári og tognum brjóstum, sem þær hafa varpað um öxl aftur á herðar, og hvernig hann kemur þeys- andi á stólpagripnum, með geir í hendi og dauða tröllkonu sem veiði sína bundna við söðulbogann. Á slíkum veiðum er »Óðinn konungur« meðan heimurinn stendur, eða unz hann er búinn að stytta hinni síðustu »toginbrjóstu« stundir, með þrumunni sem liðsauka til að útrýma þeim öllum. fó margt og mikið í þessari baráttu goðanna gegn tröllum sé ariskar erfðaleifar og enn frekar gotneskar hugmyndir, þá hefir þó hugsunin fengið á sig sjálfstæðan og rammnorrænan brag eða búning. Pjóðtrúin sýnir, að jafnvel hjá svo náskyldri þjóð sem Þjóðverjum varð »der wilde Jáger« ekki — eins og hinn norræni »Óðinn« — nein verndarhetja mannkynsins; þar er meðaumkvunin með veslings skógarmeyjunum, sem hann er að elta, yfirgnæfandi. Á sjálfum Norðurlöndum kemst gróður sagnanna um hina tröll- drepandi Þrumu og hinn veiðibráða »Óðinn« á hæst stig í Dan- mörku og Svíþjóð; en hin kraftmiklu kvæði frá víkingaöldinni sýna þó, að Noregur hefir engan veginn staðið þeim á baki í að koma hugsuninni svo fyrir, að hún nyti sín. Pó að megnið af þessum sögnum hver um sig aðeins endur- taki sömu meginandstæðuna, baráttu goða og trölla, bryddir þó á tilraunum til að gera úr því öllu samfelda viðburðasögu, goðasögu; °g þungamiðjan verður þá að sjálfsögðu að vera ragnarök. Pess konar goðaskáldskap sjáum vér í fyrsta Eddukvæðinu, Völuspá; en á þetta merkilega kvæði þykir réttara að minnast síðar í öðru sambandi. I hinum almennari, ópersónulega goðaskáldskap er aftur ein einstök trúsögn, sem á samskylt við ragnarök, og það er trúsögnin um dauða Baldurs. DAUÐI BALDURS. Margir skoða dauða Baldurs sem þunga- miðjuna í trúsögnum Norðurlandabúa. En þeirri skoðun fylgjum vér ekki hér. Pví Baldurs-sögnin er alls ekki sá möndull, er meginið af trúsögnunum snýst um, og hún er sjálf mjög svo mis- munandi í hinum ýmsu frásögnum, snýst einmitt sjálf um harla mismunandi möndla. Ljóðsögukjarni Baldurs-sagnarinnar er fornt hetjulífs-yrkisefni (finst í Rustem hjá Persum og víðar) um goð- borna eða goðvarða hetju, sem aðeins eitt vopn getur á unnið, og andstæðingur hans spyr uppi; hann finnur teininn, smíðar úr honum ör og vegur goðasoninn. í annarri norrænu frásögninni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.