Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 63

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 63
143 múginn, lenda á, að hann sé þungskilinn. Þetta er oft sagt um menn, sem alþýða ekki nennir að gera sér þá fyrirhöfn og ómak að reyna að skilja. Því þeir hugsa öðruvísi en fólk flest, og fara sinna leiða, hvað sem sagt er um þá. Það verður bezt til langframa. í minningarritinu er fyrst laglegt kvæði til Gröndals eftir Sigurð Kristjánsson, og hafa víst fáir vitað, að hann er skáld. Svo er stutt æfisaga eftir Jón Jónsson sagnfræðing. Þá skáldskapur Gröndals eftir Guðmund Finnbogason. Þá B. Gröndal og fornfræði eftir prófessor Finn Jónsson. Þá Gröndal og náttúrufræðin eftir Helga Jónsson. Þá »Dálítið um Gröndak eftir Þorstein Erlingsson. Allar ritgerðirnar eru vel samdar, en mest er varið í það, sem Guðm. Finnbogason ritar um skáldskap og kvæði Gröndals. Góðar ljósmyndir af Gröndal prýða þetta áttræðis- afmælishefti, en það vantaði sjálfan hann til að yrkja um sig tólf álna langt og tírætt kvæði, J. St. ÓLAFUR DANÍELS.SON: REIKNINGSBÓK. Rvík 1906. Kver þetta nær yfir fjórar aðalgreinar talnafræðinnar í heilu og brotum, ásamt tugabrotum. Það er töluvert frábrugðið þeim kenslubókum í þessari grein, er hingað til hefur verið völ á. Höf. lætur sér ekki nægja að hrúga saman þurrum og byrjendum lítt skiljanlegum reglum um það, hvernig reikna skuli, heldur gjörir hann sér far um að koma nemendunum í skilning um undirstöðuatriði reikningsins og skýra fyrir þeim, hversvegna á að reikna dæmið svona og ekki öðruvísi. Þetta er mjög mikilsvert atriði, því að með þessari aðferð verður reikningsnámið miklum mun auðveldara og skemtilegra en ella. Dæmin í bókinni eru oftast heppilega valin og vel til þess fallin að þroska skilning nemend- anna. Að öllu samtöldu er þetta bezta reikningsbókin, sem nú er til á íslenzku, og ættu því allir að nota hana, er við reikningskenslu fást, eða reikning vilja læra. J. E. VALDIMAR BRIEM: KRISTIN BARNAFRÆÐI I LJÓÐUM. Rvík 1906. Séra Vaidimar Briem hefir tekið sér fyrir hendur að semja nýja »barnalærdómsbók í kristnum frseðum«. Hann. skiftir kveri þessu í tvo kafla: Kristileg trúaratriði (bls. 1—41) og kristilegar lífsreglur (bls. 42 —71). Kaflar þessir eru að miklu leyti samhliða höfuðköflunum í kveri Helga Hálfdánarsonar (trúarlærdómurinn og siðalærdómurinn), en þó er þar nokkur mismunur bæði að efni og efnisskifting. Kver þetta er í ljóðum, eins og flest, sem kemur frá hendi höf. Ljóðin eru yfirleitt vel kveðin fræðiljóð, en jafnast auðvitað óvíða við fegurstu sálma höf. sjálfs. Hann hefir og aðeins viljað snúa »kverinu« í ljóð til þess, að börnunum veitti léttara að læra það utanbókar og orð þess festust betur í minni þeirra. Eigi virðist kver þetta vel fallið til þess að vera barnalærdómsbók í kristnum fræðum. Og orsakir þess eru einkum tvær: Kenslubók í ljóðum leiðir til utanbókarnáms. En allir eru sammála um það, að ein- tómt utanbókarnám í kristnum fræðum er skaðlegt. Hin ástæðan er sú, að efni kversins er eigi alveg samhljóða lútersku kirkjunni á íslandi. En barnalærdómskver kirkjunnar verður auðvitað að vera í fuilu samræmi

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.