Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 66

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 66
146 fullar af æfintýra-kynjum. Á titilblaðinu stendur: »lauslega þýddar«, en það getur þó naumast átt við nema þrjár fyrstu sögurnar; því síðasta sagan er auðsjáanlega algerlega frumsamin, og hefði bezt farið á, að höf. hefði kannast við hana sem skilgetna dóttur sína. Hún sver sig hvort sem er í ættina, enda vansalaust að gangast hreinlega við faðerni að ekki óefnilegri króa. Sagan er sem sé meinfyndin og hnútunum í henni kastað svo höndulega, að slíkan fimleik á enginn íslendingur til nema Gröndal einn. f*að er stórskaði, að hann skuli ekki hafa samið fleiri sögur en hann hefir gert, jafnvel og honum lætur að semja sögur í æfintýra- og riddarasögustíl. Áf þýddu sögunum munu margir kannast við »Brúðardrauginn« frá »Nýrri sumargjöf« (1860), og er víst leitun á jafnskemtilegri frásögn, sem raunar er mestalt sjálfum stílnum að þakka og þeim einkennilega blæ, sem sagan hefir fengið í höndunum á Gröndal. Hann er ekki að rígbinda sig við orðin í frumritinu, heldur sveipar frá- sögnina í rammíslenzkan og þjóðlegan búning, hvarvetna sem því verður við komið. Og sömu aðferðinni hefir hann beitt við hinar þýðingarnar. þó fyndnin verði þar ekki eins mikil eins og í »Brúðardraugnum«. Því þá sögu geta víst fæstir lesið öðruvísi en skellihlæjandi, frá upphafi til enda, Við útgáfuna er það vítavert, að ekkert efnisyfirlit fylgir henni. Slíkt er óhæfa við hverja bók. V. G. JÓN TRAUSTI: HALLA. Söguþáttur úr sveitalífinu. Rvík 1906. Efnið í sögu þessari er í fám orðum sagt lýsing á umkomulausri sveitastúlku, vinnukonu á prestsetri, sem er bæði lagleg, dugleg, skemti- leg og yfirleitt flestum eða öllum þeim kostum búin, sem þess konar stúlku mega prýða. Eins og nærri má geta, gefa margir yngismenn slíkri stúlku hýrt auga og vilja ná ástum hennar, en hún hristir þá alla af sér, þó ekki sé laust við, að hún leiki sér að sumum þeirra sem köttur að mús. En svo deyr gamli presturinn, og í hans stað kemur ungur nývígður prestur, sem enginn þar um slóðir veit nein deili á. Hann sezt að hjá prestsekkjunni og Halla fær það hlutverk að þjóna honum og veita allan beina. Fá þau einlæga ást hvort á öðru og hún verður þunguð af völdum prestsins. En þó hann helzt mundi hafa kosið að eiga hana, þá er þess enginn kostur, því hann er maður kvongaður og á konu og barn í Rvík, sem hann verður að sækja næsta vor. Um þetta veit enginn og hann hefir þagað yfir því við Höllu. En að lokum verður hann þó að segja henni frá öllu saman, og er hann heyrir að hún er þunguð, bætist óttinn við að verða dæmdur frá kjóli og kalli fyrir hneyksanlegan lifnað ofan á það sálarstríð, sem ástir hans og tál- drægni hans gegn Höllu hafa vakið. En þá sýnir hún það göfuglyndi, að fórnfæra sjálfri sér og öllum sínum helgustu tilfinningum, til þess að frelsa prestinn frá allri svívirðing. Þetta verður með því móti, að hún gengur að eiga fremur lítilfjörlegan mannræfil þar á heimilinu, sem lengi hafði sózt eftir henni, en henni sízt dottið í hug að taka, enda var þar lítt um jafnræði að ræða, þó honum væri reyndar eigi alls varnað. En til þess að geta feðrað barn sitt og frelsað prestinn, vinnur Halla það til að taka honum, og presturinn gefur þau saman. Þetta er nú beinagrindin í sögunni og sýnir hún að vonum ekki

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.