Eimreiðin - 01.05.1907, Page 75
kirkju). Um 8 til io skip farast árlega. Stjórnin leggur hverju skipi töluvert fé, og
telur það mikilsvert að fá góða sjómenn í flota Frakka.
Við síldarveiðar voru 1905:
Frá Noregi: 23 gufuskip, 3 mótorskip, 85 seglskip.
Frá Englandi: 3 gufuskip.
Frá Þýzkalandi: 4 gufuskip.
Arið 1905 veiddu Norðmenn 120,000 tunnur síldar, er seldust á rúmlega 2 mil-
jónir króna. Sama ár var útflutningstollur á síld í Eyjafjarðarsýslu einni 20,800 krónur.
íslendingar ættu sjálfir að nota sér þennan auð, sem liggur uppi í landsteinum, að
kalla.
Um 200 eim-botnvörpungar fiska við ísland, og af þeim eru minst 150 enskir,
en 1904 voru 35 þýzkir, og fiska þeir nærri eingöngu á svæðinu milli Portlands og
Ingólfshöfða, og eru því ekki eins óvinsælir og ensku botnvörpungarnir, því íslend-
ingar fiska ekki sjálfir á þessu svæði. Atta franskir éim-botnvörpungar fiskuðu við
ísland 1904; salta þeir sjálfir fiskinn um borð og eru því betur útbúnir en aðrir
botnvörpungar. Fáeinir hollenzkir og belgiskir botnvörpungar eru við ísland, en
Danir eru hættir við botnvörpuveiðar þar.
Kommandör Hammer álítur, að landið bíði stórskaða á botnvörpulögunum eins
og þau eru nú. Hafnartollar og gjöld af öllum skipunum, kol, ís, matvæli og aðrar
nauðsynjar, sem skipin mundu kaupa, og — last, not least — allur sá fiskur, sem
botnvörpungarnir fleygja í sióinn, alt þetta mundi nema mörgum hundruðum þúsunda
króna. fað ætti einmitt að hæna þá inn á hafnir, verzla við þá og kaupa í stór-
kaupum af þeim allan þann fisk, sem þeir ekki nota sjálfir. Banna mætti að selja
þeim áfengi, líkt og gert er í Englandshafi.
Varðskipið á að verja strönd, sem er 240 danskar mílur á lengd. Sýnir höf.
í töflu, hvar Hekla var á vakki 1901 —1903, og er þetta úr henni:
1901 1902 1903
í Faxaflóa: 70 daga 72 daga 54 daga
Fyrir vestan Reykjanes: 29 — 27 — 23 -
Fyrir Grindavík: 26 — 24 — 23 —
— þorlákshöfn: 20 — 22 — 23 —
Við Vestmannaeyjar: 13 — 21 — 18 —
Þegar að er gætt, er Hekla 1902 í 166 daga af 194 dögum, sem hún er við
ísland, við suðurströndina, en 1903 í 141 dag af 194 dögum. í*ó verður að athuga,
að 1903 var hún tvisvar á Færeyjum, og því eru dagarnir færri það ár.
Kommandör Hammer segir, að sá varðskipsstjóri sé mest lofaður, sem hremmi
flesta botnvörpunga, og sé það ranglátt, því sum árin gengur fiskurinn ekki inn á
landhelgissvæðið, og þá þurfa botnvörpungarnir ekki að elta hann þangað. Hann
segir að »íslendingar eigi óhægt með að drepa niður óvild gegn mönnum frá móð-
urlandinu, sem þeir hafi erft frá fyrri tímum«, en það mun vera málinu að kenna,
að þeir hafa svo lítil mök við skipshöfn varðskipsins. íslendingar eru þakklátir fyrir
það, að varðskipið ver þá gegn útlendri ásælni og ágengni.
Færeyingar kvað vera langtum heimtufrekari við varðskipið en íslendingar, og
búast við meiru af því. y. St.
í AFTURELDING, ritlingur Guðm. læknis Hannessonar hefir komið út á dönsku
í »Tilskueren« (febr. 1907) og er titill hans þar »Selvstyre eller Selvstændighed«
(Sjálfstjórn eða sjálfstæði). Er þýðingin eftir landa vorn, dr. Jón Stefánsson, og