Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Side 1

Eimreiðin - 01.05.1917, Side 1
Siðmenning’in í veði. Eftir BERNHARD RUSSELL.1) (íslenzkað eftir t>The open Court'i. Sbr. »The limes't, 4. sept. ! 9J 5 ■) Á 18. og 19. öld töldu flestir sig sæla aö lifa á tímum sí- vaxandi þekkingar og framfara, langar leiðir frá vanþekkingu, hjátrú og heiðingja-háttum hinna myrku miðalda. Framfarir í siðmenningu sýndust sjálfsagðar og sjálfboðnar, svo óþarfi væri að metast um, hvernig þeim yrði bezt og greiðlegast náð. I því efni þóttust menn vera vel vátrygðir. En það gerði menn miður árvakra og athugasama í því, að gæta samvizkusamlega hinna andlegu framfara. En sagan gefur enga ástæðu fyrir slíkri trygg- g, og ófriður sá, sem nú geisar, boðar þeim, sem skoða hann frá sjónarmiði sögunnar, en eigi ástríða manna, ærið tilefni til ótta hugsýki, að sú siðmenning, sem vér höfum verið að berjast við að smíða, muni vera að því komin að fyrirkoma sjálfri sér. Sú hlið ófriðar þessa hins mikla hefur helzti lítið verið íhuguð af hvorratveggja hálfu; óttinn og kvíðinn fyrir ósigri og þráin eftir sigri hefur látið menn gleyma því, sem í veði var, sem sé hinu sameiginlega ætlunarverki Evrópu og því verki álfu vorrar, sem hún hefur verið að vinna fyrir mannkynið í heild. sinni. I öllu því, sem gert hefur vestur-þjóðirnar nytsamar allri veröldinni, eiga menn nú á hættu, að það alt lendi í sameiginlegum ófarnaði, svo stórfeldum og svo hræðilegum, að það hrun verði þyngra á met- um í augum komandi sagnfræðinga, en allar glapskuldir hernaðar- ófara og allar hernaðar-sigurvinningar. !) B. Russell er prófessor í Cambridge; hann er sonar-sonur Johns Russels lávarðar, stjórnarforseta Breta um miðja 19. öld. Fessi niðji hans er talinn einhver mesti spekingur á Englandi, þeirra sem nú lifa, og er enn á léttasta skeiði. Heim- spekisrit hans eru nokkuð þung, en tölur hans og blaðagreinar eru jafnljósar og þær eru gagnorðar. 5

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.