Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 2
Ó2
Aftur og aftur hefur siðmenning liðinna alda fallið í auðn;
eða afturför fyrir ófriðar sakir. Ófriður sá, sem Hómer kendi
mönnum að dásama, steypti þeirri þjóðmenning, sem kend var við
Mýkene, svo afleiðingar Tróju-leiðangursins urðu sífeldar óeirðir
og ójafnaður öldum saman. Ræða Períklesar til Aþenuborgar-
manna á undan Pelopsófriðnum var höfð fyrir herhvöt, þegar
vígð var neðanjarðar-járnbraut Lundúnaborgar; en þó varð sá
ófriður, sem Períkles hvatti til, með því að minna á mikilleik sið-
menningar Aþenumanna, endir allrar dýrðarinnar; því eftir það
bættu Grikkir engu verulegu við menningarforða þjóðanna. Pað
er varla auðið að finna hörmulegra ófarnaðardæmi í veraldar-
sögunni en þennan ófrið, þar sem hin glæsilegasta og frjósamasta
siðmenning, sem heimurinn hefur þekt, leið undir lok fyrir of-
metnað og vígahug. Siðmenning Rómverja, sem á eftir kom hinni
grísku, var að sönnu staðminni, en mátti þó sýnast mikil, jafn-
víðfeðma og sú menning var; en samt sem áður týndist hún
nálega gersamlega, þá er siðlausu þjóðirnar ruddust inn í hið
mikla ríki. Leifarnar, sem hin nýja siðmenning sögunnar spratt
upp af, héldust við, en alls eigi fyrir hjálp þeirra, sem börðust
við »barbarana«, heldur var það að þakka munkunum, sem flýðu
ófriðinn og helguðu líf sitt trúarbrögðunum. En á síðari tímum
hafði þrjátíuára-stríðið þau áhrif og afleiðingar, sem engin orð fá
lýst, einkum á skapsmuni Pjóðverja, svo tilfinningar þjóðarinnar
urðu harðari og grimmari en annarra þjóða, er eigi urðu fyrir
jafn-spillandi undirokun ræningja og spellvirkja.
Ef vér rennum huganum aftur á bak með breiðu yfirliti yfir
söguna, sjáum vér, að það, sem þjóðirnar hafa bætt við varanlega
mentun í heiminum, verðskuldar þakklæti vort, en ekki það, sem
þær hafa afrekað með vopnum og yfirgangi. Hinir miklu sigur-
vegarar eins og Attíla, Tímúr og Dschengis Kan bletta blöð
sögunnar með æði og óhljóðum, sem ekkert þýðir. Pað eru land-
skjálftar og landplágur, sem koma og fara og skilja eigi annað
eftir en auðn og dauða. Gyðingar og Grikkir, Rómverjar og
hinar nýju þjóðir Vestur-Evrópu hafa lagt til, nálega alt í frá upp-
hafi sögunnar, það sem dýrmætt er og varanlegt í lífi og við-
skiftum manna. Rómverjar útbreiddu um gjörvalt veldi sitt, það
sem Gyðingar höfðu skapað í trúarefnum, það sem Grikkir áttu
eftir sig af listum og vísindum. Á þeim grundvelli, eftir all-langt
millibil heimsku og harðneskju, bygðu ítalir, Frakkar, Bretar og