Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 8
68
cf eigin hagsmuna vonin hefur eigi afstýrt þessu stríði, hví skyld-
um vér þá gera ráð fyrir, að sú hvöt afstýri styrjöldum framtíðar-
innar? En samt sem áður er það ábatavonin, sem er þess megn-
andi, að hegningin getur valdið góðum áhrifum.
Pað er friðurinn, en ekki ófriðurinn, sem megnar að lokum
að snúa hugum manna frá barsmíði. Enginn efi er á því, að
eftir langan ófrið kemur þreyta, sem tryggir frið lengur eða
skemur; en hvernig sem þessum ófriði lýkur, og þótt honum lyki
á morgun, og með hvaða friðarkostum sem það yrði, mundi hann
eigi fyrst um sinn gjósa upp aftur; og það fyrir þá sök, að hvat-
irnar verða horfnar, eins og þá stæði. En framvegis mun hver
mánuður, sem við ófriðinn bætist, auka háskann, með því að
sama skapi eykst sú skoðun manna, að styrjaldir séu eðliskjör
þessa heims, menn verða æ harðari og meðaumkvunarminni gagn-
vart hryðjuverkum og vinamissi og fylla ímyndunarafl sitt, og
einkum hinna uppvaxandi, þeirri skoðun, að stríð og manndráp
séu óumflýjanleg, sem og þeirri, að aðrar þjóðir séu svo illar, að
heilög skylda sé að tortíma þeim.
En yrði styrjöldin leidd til lykta með skynsamlegu viti, með
fullri ráðdeild til allra hliða, er skynjaði alt það böl, sem ófriðinum
fylgdi, þá yrði auðið að laga hugsunarhátt fjöldans og leggja
fastari undirstöðu varanlegs friðar. En leggi menn vopnin niður
af eintómri þreytu, mundi uppnámið hefjast á ný, þegar menn
væru orðnir afþreyttir, og það því fremur, ef hinar beztu hug-
sjónir, sem halda uppi friðinum, hafa farist og aldauða eru orðnar
allar vonir um efling og ágæti mannúðar og menningar.
Áhrif ófriðarins á uppeldið má með vissu gera ráð fyrir að
leiði til þess, að menning næstu kynslóðar eftir stríðið verði
minni háttar en hinnar á undan því. Uppeidisfræðslan, hin æðsta
sem lægsta, er í sífeldri hættu, að hún verði að sálarlausum æfing-
um, þar sem ungbörnum er kend viss kunnátta í því, sem þarf-
legt og hnífrétt þykir, og að trúa því, að búið sé að leysa úr
ölllum þekkingarefnum, og megi því fara beint eftir fræðslubók-
unum; lengra verði ekki komist. En sú mentunaraðferð eyði-
leggur andlega starfsemi nemendanna, hindrar hugsun þeirra og
námstáp, nema í vissum skólametnaði. Pað er þessi stefna, sem
er hættulegur óvinur gamallar siðmenningar, því hún elur sífeld-
lega á mentunardrambi þjóðanna, líkt og fór forðum í Býzans,
að niðjar hinna frægu Forn-Grikkja urðu sjálfbirgingar af of-