Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 9

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 9
69 metnaðartrú á forfeður sína. Verður mönnum þá að vanrækja nútíð sína og framtíð, en stara sig staurblinda á frægð og afrek umliðinna tíma. Menning Evrópu hefði eigi orðið varðveitt frá fullkominni undirokun þeirrar stefnu, hefði eigi lítill hópur fræðimanna borgið siðmenningu vorri, — menn, sem gæddir voru meira lífstápi en fjöldinn og meiri elju og unaði við andlega starfsemi. Pessa og þvílíka menn nhá nálega ein- göngu finna meðal ungra kennara, menn, sem eru bjartsýnir og eigi verða vanans þrælar, heldur geyma í sér nóga lífslind, sem varnar þess, að þeir ofþreytist við daglegar annir og erfiðleika. Pessi tiltölulega litli hópur fræðara, sem viðheldur því andlega tápi, er leiðir til nýrri uppfundninga og aðferða, til að leysa úr gömlum verkefnum. Án þeirra gerðust engar framfarir, og í stað gætu menn eigi heldur staðið; það, sem vér enn vitum, stendur nú hlutfallslega svo hátt, í samanburði við það, sem vér getum vænst, að uppgötvist, að hættan á að hið arfgengna verði látið nægja, er æði-mikil; í rauninni hefur þeim ófarnaði orðið afstýrt hingað til eingöngu fyrir sífeldar sigurvinningar vísindamannanna. Eftir stríð þetta hlýtur tala þeirra kennara, er andlegum skör- ungsskap verða gæddir, að reynast æði miklu minni; fjöldi hinna yngri kennara verða þá fallnir, en aðrir orðnir örkumlamenn, en margir, sem eftir verða heilir að líkamanum til, munu reynast daufari orðnir og dáðminni en áður, enda mun þá kenslan víða lenda í höndum eldri manna. Og afleiðingin verður, að nýja kyn- slóðin fær minni trú og áhuga á framförum, en hin eldri hafði, minni orku að bera þá þekkingarábyrgð, sem fengin er. Eað er ávalt fámenn sveit, sem gædd er þeim gáfum og orku, sem veldur framförum; og meiri hluti þess einvalaliðs hefur orðið til á vígvöllunum. Og það, sem hafa má fyrir satt um afleiðingarnar á svæði vitsmunanna yfirleitt, gildir líka um listir og bókfræði, svo og alls- konar siðmentandi starfsemi. Vari styrjöldin lengi, má búast við, að frægðaröld Evrópu líði undir lok með henni, og að mönnum verði að minnast þess tímabils, sem nú er að líða undir lok, eins og hinir síðari Grikkir mintust æfi Períklesar. Hver þá verði fremstur talinn í álfu vorri, hefur litla þýðingu fyrir mannkynið; í æði samkepninnar verður Evrópa þá búin sjálf að sýna og dæma dáðleysi sitt. Allir erfiðleikarnir við veiðreisn siðmenningarinnar, þegar þessar

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.