Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 11
71 Þetta er líklegt að endi annaðhvort í rænuleysi eða borgarastyrjöld. Ef ófriðurinn fær eigi bráðlega enda, druknar alt í úrræðaleysi. En hvernig sem fer, er siðmenning vor í veði. Sumir ætla, að styrjöldinni fylgi sífeld hækkun á verkalaun- um. En gildar ástæður eru fyrir því, að sú ályktun sé röng, Fyrst er það, að margir ungir og öflugir verkamenn hafa fallið eða verið limlestir, en heima fyrir er miklu meiri fjöldi en áður af gömlum mönnum, konum og körlum. Hinn framleiðandi hluti þjóðarinnar verður orðinn minni, og eftirtekjan á mann hvern verður einnig minni en fyrir ófriðinn; þegar nú minna kemur til skifta, verða sumir afskiftir. Auðmaðurinn mun sjá um sig, því að þarfir hersins tryggja honum ærnar leigur, eins og nú stendur. En þegar aftur á að fara að kippa í lag, því sem stríðið hefur eyðilagt, þá mun lengi þurfa á miklum auði að halda. Pað er ólíklegt, að landsdrotnar bíði tjón, því að þeim mun takast að fá tolllétti á afurðum sínum og verndun móti samkepni fjóðverja. Virðist því óhjákvæmilegt, að tjónið lendi á verkalýðnum, því til að skapa það tjón, munu stóreignamenn nota sér það, að hin ódýrri kvennavinna stórum eykst, og það tækifæri tvöfaldast við heimkomu hins mikla liðsmannafjölda úr stríðinu, sem og líka þeirra, sem hætta vinnu við tilbúnað hergagnanna. Eg sé því eigi, hvernig öðruvísi getur farið, en að verkalaunin stórum lækki. Tökum nú saman: Hinar illu afleiðingar stríðsins, sem vér höfum hér talið, koma lítið við spurningunni um sigur eða ósigur, því þær lenda á öllum þjóðum, og skaðræði þeirra kemur undir lengd og eyðilegging stríðsins. Vari það til muna lengur, verða sárfáir, sem heilir sleppa og óskaddaðir á sálu og líkama, af hvaða þjóð sem eru, þeirra sem saman hafa lent; siðferðisstigið mun hvarvetna lækka við hin hryllilegu blóðböð og langa æðis- gang; andlegri dáð og dug Evrópu mun stórum hraka fyrir lakara uppeldi og fyrir dauða eða taugaveiklun margra hinna efnilegustu yngismanna, og baráttan fyrir lífinu mun nálega óhjákvæmilega verða mun harðari fyrir alla nema iðjulausa auðkýfinga. Líf Evrópu samanlagt, eins og það hefur gengið síðan á endurfæð- ingaröldinni, hefur verið dásamleg hreyfing upp á við í sögunni; en nú fær það þann áverkann, sem verða má þess banasár. Komi eigi endalok styrjaldarinnar því bráðara, má kvíða fyrir því, að mikið tímabil sé nú að líða undir lok, og að framtíð Evrópu verði giftuminni en hin umliðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.