Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Side 13

Eimreiðin - 01.05.1917, Side 13
73 höfðingjanna? Ég vona, að svo sé ekki. Ég vil vona, að ein- hverstaðar meðal þeirra, sem lögum og lofum ráða í álfu vorri, finnist a. m. k. einn, þótt seint sé, er minnist þess, að vér erum gæzlumenn, eigi þjóðar vorrar einnar, heldur þeirrar allsherjar arf- leifðar hugsunar, listar og siðmenningar, sem vér erum bornir til, en sem niðjar vorir eiga ef til vill eftir að sjá í rústum sakir þessa hins blinda ofstopa og æðis. þýtt hefir MATTH. JOCHUMSSON. íslenzk sálarfræði ÁGÚST H. BJARNASON: ALMENN SÁLARFRÆÐI. Til notkunar við sjálfs- nám og í forspjallsvísindum. Reykjavík 1916. XVI -f- 344 bls. — Kostar 10 kr. 1. Engin vísindagrein er jafnvel fallin til þess, að vera undir- staða sannrar mentunar og sálarfræðin. Með orðin »þektu sjálfan þig« að leiðarstjörnu komust spekingar fornaldarinnar upp á há- tinda andlegs þroska, þó að þeir að almennri þekkingu stæðu skólabörnum nútímans langt'að baki. Hugsum eitt augnablik um, hvað Sókrates vissi í landafræði, náttúrufræði, stjörnufræði, sögu! . Pað hefur ekki verið á marga fiska. En hann kunni að hugsa og athuga sjálfan sig og aðra. Petta á ekki að vera nein hvöt til þess, að láta þekkingarauð 20. aldarinnar ónotaðan. En það getur . orðið tilefni til margvíslegra hugsana, fyrst og fremst þessarar: gerum vér í almennri mentun nútímans nokkurn skynsamlegan greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum ? Ég skal ekki leiða getum að, hvað þess verður langt að bíða, en ég veit með vissu, að sú tíð kemur, að sálarfræðin í sambandi við rökfræði, siðspeki og lífernislist verður einn af meginþáttunum í námi hinna lærðu skóla. Hún kemst meira að segja alla leið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.