Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 14
74
niður í barnaskólana. Pað er hreinn misskilningur, að sálarfræðin
sé örðug námsgrein, ef hún er rétt kend, svo að nemendum sífelt
sé bent á einmitt það, sem þeir á þvi stigi geta athugað hjá sjálf-
um sér og jafnöldrum sínum. Með því móti helzt lýsing og at-
hugun sífelt í hendur. I þeirri landafræði er altaf fossahljóð.
Tími vor er snúinn að efninu. Vér höfum lagt undir oss
náttúruna og vanrækt sálina, mér liggur við að segja: ofurselt
hana jarðvættunum. En þegar mannkynið sér, að heill þess er
ekki að finna í valdinu yfir efninu, heldur er undirbúningurinn
undir annað líf, hvort sem það er nokkuð til eða ekki, sjálfsagð-
asta einstaklingsskylda mannkynsins1), þá fer það að leggja meiri
rækt við sálina en nokkru sinni fyr. Og þá verður líka sálar-
fræðin komin langt um lengra en nú, og orðin færari til þess að
vísa nýjar brautir. Sem stendur er mest af henni þekking, sem
menn eru skamt komnir á veg með að hagnýta sér, einstaklings-
afbrigðin eru fremur lítið rannsökuð, og stefnur eins og tilrauna-
sálarfræðin eru fremur óaðgengilegar fyrir alþýðu manna, jafnvel
mentamanna. En framfarirnar eru miklar og sífeldar og allar búa
þær á einhvern hátt í haginn fyrir framtíðina.
Pó að vér íslendingar eigum mikinn sálarfræðisfróðleik á víð
og dreif í bókmentum vorum, eldri og nýrri, og a. m. k. eina
merka bók um nokkur atriði sálarfræðinnar, þar sem er »Hugur
og heimur« eftir dr. Guðmund Finnbogason, þá höfum vér til
þessa ekki átt neina bók um almenna sálarfræði. Og þó er hún
undirstaðan, bæði undir nákvæmari rannsókn á einstökum atriðum
og, ef vel á að vera, undir sjálfsathugun einstaklinganna. Pessi
undirstaða er nú lögð fyrir Islendinga með bók prófessors Ágústs
Bjarnasonar. Peirrar bókar hefi ég beðið með óþreyju síðan ég
. vissi að hún var á leiðinni. Hjá oss rekur ekki hver bókin aðra
um þau efni, eins og á sér stað með stórþjóðunum, og því var
ekki lítilvægt, hvernig þessi fyrsta atrenna hepnaðist. Nú hefi ég
lesið bókina og reynt að grandskoða hana, eins og ég hafði vit
og þekkingu til. Og mér lízt prýðilega á hana. Hún hefur ekki
brugðist vonum mínum.
*) Ég bið góðfiísan lesanda að hneykslast ekki of mikið á þessari staðhæf-
ingu, ef hún kann að koma í bága við lífsskoðun hans. Vona að geta fært rök að
henni í sérstakri grein síðar meir.