Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 18
7« og hreyfinæmur = visuel, auditiv, motorisk. Pefnæmur er í bókinni notað í venjulegri merkingu, um skynjunina, en þá ætti sjónnæmur ekki að vera um annað en skarpa sjón. Og vafasamt er, að sjónskerpa sé uppruni þess, að maðurinn sér hlutina í huga sér. Hvort maður er sjónnæmur, er venjulegast undir auganu komið; hvort hann er visuel, er undir heilanum komið, þ. e. a. s. er sálareigind. Er hægt að kalla Beethoven hlustnæman, eftir að hann varð heyrnarlaus? En auditiv hefur hann áreiðanlega verið. Eg vil stinga upp á orðunum sjónkvæmur, hljóðkvæmur, og hreyfikvæmur. Pó að Beethoven væri heyrnarlaus, var hann maður hljóðkvæmur, honum komu tónar (í hug). K í m n i = humor nær aðeins yfir part af því hugtaki og það hinn ómerkasta, og ekki mundi Höfiding vilja nefna hinn æðra húmor (»Den store humor«) því nafni. Neyðumst vér ekki til þess, að veita því orði þegnrétt í málinu, þó að ekki fari vel á því (það er þó ekki verra en amor, dmor eða afmorí). Gilda þýðingu þess fáum við aldrei. Miðmögnun = koncentration finst mér ljótt orð og hugsað nær erlenda orðinu en þyrfti. Hugsunin er, að allir kraftar sálar- innar hverfa í eina stefnu, beinast (er beitt) að einu marki. Eg vildi stinga upp á einbeining eða einbeiting (smbr. ein- beittur). Einbeiting viljans finst mér láta betur í eyrum en mið- mögnun viljans. Höf. hefur áður í rökfræði sinni notað orðin sérhæfa og sérhæfing = abstrahere og abstraktion. En þegar maður hefur aðrar samsetningar með sér- í huga, hlýtur manni að detta í hug önnur merking í þessum orðum, nefnilega specialisere og specialisering. Og í þeirri merkingu hef ég lengi notað þessi orð (þó ekki á prenti, að ég held) og vil ógjarnan sleppa þeim. Pegar talað er um verkaskiftinguna í þjóðfélaginu á annan bóginn og lög þess, reglur og samhögun á hinn, verður það ekki betur sagt á íslenzku, en að þjóðfélagið stefni bæði að því, að sérhæfa og samhæfa einstaklingana. Ef orðin geta ilia staðið í þessum tvenn- um merkingum, verða þær, sem langsóttari eru, að þoka. En því miður hef ég ekki getað fundið neitt gott frumvarp til þýðinga á orðunum abstrahere og abstraktion. IV. Um enga vísindabók held ég það gildi fremur en kenslubók

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.