Eimreiðin - 01.05.1917, Page 19
79
í sálarfræði, að þar verður að vega hvert orð á gullvog. Par er
drepið á svo afarmargt, og margt, sem virðist í fljótu bragði
liggja í augum uppi, þarf hinnar vandlegustu íhugunar. Hálf-
hugsuðum staðhæfingum og grunntækum lýsingum úr mannþekk-
ingu þeirri, sem fólk sérstaklega notast við, hættir við að skjótast
í pennann. En lesandinn skimar eftir slíkum göllum eins og
gammur eftir bráð. Svo gafst Starcke hinum danska. En sú
saga er þannig, að Starcke varð vorið 1916 prófessor í heimspeki
við Hafnarháskóla eftir langa baráttu og harða. Settist hann svo
þegar við, meðan móðurinn var í honum, og samdi sálarfræði
mikla og háfleyga og lét prenta, alt á 4 mánuðum. En er bókin
var út komin, laust upp ópi miklu í hinum lærða heimi. Meistari
einn í heimspeki, ungur og óvæginn, tókst á hendur að telja upp
100 vitleysur í bókinni á hverri viku í blaði stúdenta, en óvinir
Starckes vildu láta brenna bókina á báli á sjálfu Frúartorgi fyrir
dyrum háskólans, en höfundur skyldi óferjandi skógarmaður og
fé hans fallið í konungsgarð. En þá breiddi örn sá, er situr yfir
háskóladyrunum og daglega hefur þann starfa að skygnast eftir
ljósi af himnum ofan, vængi sína yfir þann ofsótta. Og undir
þeim er hann enn þá.
Ágúst Bjarnason hefur varið fleiri árum til sinnar bókar en
Starche mánuðum til sinnar, enda mun ekki um auðugan garð
að gresja fyrir þann, sem vill leita að staðleysum í' henni. Samt
langar mig til þess að fetta hér fingur út í einstöku atriði. Ef
höfundi og lesendum finnast þau smávægileg, bið ég þá að taka
viljann fyrir verkið. Eg hef tínt það helzta til, sem ég hef komið
auga á.
Höf. segir í formálanum: »Og sjálf er sálarfræðiu svo skamt
á veg komin, að hún getur aðeins lýst sálarlífi manna yfirleitt í
hinum almennustu dráttum, en ekki sálarlífi einstaklinganna að
neinum verulegum mun. Bví nefni ég líka þessa tilraun mína
»almenna sálarfræði««. Betta er dálítið villandi. Tilgangur höf.
hefur einmitt verið, að semja almenna sálarfræði, og hvað langt
sem sálarfræðin í heild sinni kemst, getur sú grein hennar aldrei
farið út 1 að lýsa einstaklingseinkennum að neinum mun, fremur
en dýrafræðin t. d. lýsir einkennum einstakra ljóna. Almenna
sálarfræðin hlýtur altaf að leggja aðaláherzluna á það, sem sam-
eiginlegt er fyrir alla eða flestalla menn. En svo tekur afbrigða-
sálarfræðin (differentielle psychologie) við og skýrir frá einkennum
6»