Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Side 21

Eimreiðin - 01.05.1917, Side 21
8i »Hún ætti bæði að geta gefið oss þá uppörvun hjartnanna, — það sursum corda! er vér þörfnumst, á meðan vér erum á þróunarbrautinni, og þá opinberun helgra dóma (theofani), er skýrir oss frá tilganginum með lífi voru og tilveru. I stuttu máli, listin ætti smám saman að koma í stað trúarkenninganna; en til þessa þarf hún að vera bæði helg og há, full speki og siÖgæðis«. — Petta eru tómar skýjaborgir og ekkert bendir á, að listin sé á þessari leið. Hún á sér sinn eigin tiigang í heiminum og á ekki að koma 1 stað neins. Og hver segir, að dagar trúar- bragðanna verði nokkurn tíma taldirr Höf. neitar því ekki sjálfur, að alheimsorkan geti verið sstarfsmagn einhverrar allsherjar veru, guðs« (bls. 29). Og meðan þessi möguleiki *er til, er sennilegt, að mannkynið reyni að leita þess guðs á einhvern hátt, eigi sér einhver trúarbrögð. Pað verður eilíf leit, ég trúi ekki, að ’oss verði nokkurn tíma skýrt »frá tiiganginum með lífi voru og til- veru«. Hér fer Ivöf. ósjálfrátt of langt í tilgangshyggjunni. Og a. m. k. verður það aldrei hlutverk listarinnar, að ráða þær rúnir. í greininni um geðslagið (bls. 251) er sagt: »Naumást verður hja því komist, að aðfinningasamur maður verði að síðustu nöldr- óttur; uppstökkur maður reiðigjarn og heiftúðugur o. s. frv.« Hér er fyrst og fremst enginn munur á uppstökkur og reiðigjarn. Pað er ekkert að verða. Og hitt er alkunnugt, að uppstökkir menn eru oft manna lausastir við heiftýðgi, þeir ry^ðja úr sér varga- skapnum og eru svo góðir á eftir. En stillingamennirnir, sem reiðast sjaldan og illa og ekki melta reiðina, verða oft langræknir og heiftúðugir. Smbr. reiðist, en syndgið ekki o. s. frv. Höf. lýsir því réttar á bls. 312, er hann segir: »Fyrir hvert það skifti, sem ég stekk upp á nef mér út af einhverju smáræðinu, verður mer örðugra og örðugra og að síðustu ef til vill alveg ómögulegt að stilla mig«. Pá fer höf. á bls. 325 mjög ómaklegum orðum um hina ágætu fornhetju Amlóða, er hafið sjálft var við kent og kallað »Amlóða kvern«. Segir, að hann hafi ekki verið »annað en venjulegur amlóði og slóði«. En Amlethus er að frásögn Saxa vitur maður og mikill fyrir sér, og það eru einungis ástæður eins og æska hans og aflaleysi, sem komu honum til þess- að draga hefndina. En Shakespeare leggur orsakirnar að drættinum inn i sál Hamlets og skapar með því nýja og dýpri, en veiklyndari persónu. En þetta kemur nú ekki beinlínis sálarfræðinni við.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.