Eimreiðin - 01.05.1917, Page 22
82
Pó að bók þessi sé dýr eftir venjulegu íslenzku bókaverði,
þa ætti hún að verða mikið keypt. Parna er tækifæri fyrir alla
þá íslenzku mentamenn, sem lært hafa sálarfræði á dönsku, að
rifja upp fyrir sér efnið og læra að tala um það á íslenzku. Og
leikmenn þeir víðsvegar um land, er lesið hafa sögurit Ágúsfs
Bjarnasonar sér til gagns og gleði, munu ekki iðrast eftir að
kynnast sálarfræðinni líka, heldur sjá, að í henni er hvað mestur
fengurinn.
Kaupmannahöfn í árslok 1916.
SIGURÐUR NORDAL.
Sumarpáskavisur 1916
Ráfar ráðþrota
refilstigu
fimbulfanndyngju
fluglama sál,
meðan vetrarvef
vinda og slá
verstu vábeyður
vorharðinda.
Varpa vefinn þann
vændis-nornir,
þreifa um þræði,
þeyta skyttu;
strengja og stíga
stóðkvendi þau,
jaðra jörmunvef,
japla og mása.
Hrynja úr hafaldi
hagl og drífa,
lóar land alt
af loðmollu.
Yfir alhvítu
upprisudags
látins lávarðar
lítur sunna.
Svipur sólgeisla,
sjaldgæfur nú,
verður vanburða
á valdi fanna;
yl og ástleitni
árdagssólar
hrinda hart af sér
hjarnkrystallar.