Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 25

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 25
bænir búsmala um betri kosti; lítur sjálfan sig sundurtættan, ungviði aðþrengd, örbirgð og s m á n. Býr upp bölverkur breiða rekkju, hefir heimskringlu • hálfa undir. Sú er að sunnan saurguð blóði, orpin utanverð óbóta fönn. Leit út liðsþurfi löngum augum eftir yfirstjórn cðlaðandi; veik inn vængbrotinn frá vonlygi — inn á ómegðar endileysu. Eygló fer austan í úlfakreppu, logar á lognfönn lémagna skin. Hækkar í hafi hríðarbakki. Voði er á vaðbergi, va fyrir dyrum. GIJÐM. FRIÐJÓNSSON. ý Matthíasarvardinn. Haustið 1915, þegar þjóðskáldið okkar hugum kæra, MATT- HÍAS JOCHUMSSON, varð áttræður, reistu samborgarar hans á Akureyri honum veglegan minnisvarða, og hafði samskotaféð til þess safnast á örskömmum tíma, að mestu leyti í Akureyrarkaup- stað. Er það allhár steinvarði, og efst á honum brjóstlíkan skaldsins, mótað af Ríkharði Jónssyní myndhöggvara og steypt úr eiri (eða bronzi) af Aug. E. Jensen í Khöfn. Stendur varðinn í lystigarði bæjarins, suður af Gagnfræðaskólanum (sem sjá má af meðfylgjandi mynd), og ber því hátt mjög yfir bæinn. Mun, þegar á alt er litið, ekki hafa veriö unt að finna heppilegri stað, enda vel til fallið, að varðinn stæði nærri skólanum, þar sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.