Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 28
88
Ræða skólaineistara:
í’essi dagur hefur um langt skeið verið sann-nefndur hátíðisdagur
í litla bænum okkar. f’á hafa margir af borgurum þessa bæjar fagn-
andi safnast saman hjá þjóðskáldinu okkar aldurhnigna, til þess að
samgleðjast yfir því, að eiga hann á meðal vor, hressan og ungan í
anda, glaðir yfir því, hve harðsótt það ætlaði að verða Elli kerlingu,
áð koma honum á kné, auk heldur leggja hann að velli A þessum
eftirminnanlegu gleðistundum höfum vér ár eftir ár óskað af heilum
hug, að honurn mætti enn takast um mörg ár að verjast brögðum
hennar og halda velli, mætti enn langa-lengi auðnast að kveða sheilaga
glóð í freðnar þjóðir af andagift þeirri hinni tniklu, sem hann af
guðlegri náð hafði fengið í vöggugjöf, kveða inn í hug og hjörtu
þjóðarinnar óbifanlega tiú á sigur hins góða, trú á mátt og alveldi
hins eilífa kærleika, sem í fyllingu tímans tengi alt lifandi traustum og
föstum bróður- og samúðarböndum, svo að spádómsorð hans rætist:
»leikur sér með ljóni lamb í paradís«.
Ár eftir ár höfurn vér fengið uppfyllingu þessara hjartans óska
vorra. Nær þrennir tugir ára eru nú liðnir síðan skáldið séra Matt-
hías Jochumsson, góðu heilli, tók sér bólfestu í þessum bæ, í litlu
og fornfálegu húsi lengst suður í fjöru; hinn núverandi bólstað hans
hér uppi i brekkubrúninni kallar allur almenningur »Sigurhæðir«
og er það sannarlega vel til fundið, því við hann á hið fornkveðna,
. Kom, sá. sigraði«, sigraði hug og hjörtu allra í þessum bæ, hjörtu
allrar þjóðarinnar með snild sinni og góðmensku.
Nálega þijátíu afmæli hans höfum vér, margir af oss, með honum
verið, þijátíu Marteinsmessur, sem hér ætti fremur að heita Matthfasar-
messa eða Matthíasardagur í Almanakinu íslenzka.
þessir þrír elli-áratugir hafa farið fram hjá séra Matthíasi og lftil
sem engin sýnileg áhrif á hann haft til líkamlegrar hrörnunar eða
afturfara; en andi hans hefur þroskast og vaxið með ári hverju; —
það sem líkamssjónin hefur deprast. hefur hin andlega sjón að sama
skapi eða öllu fremur skýrst og orðið hvassari, skilningurinn á hinum
mörgu gátum tilverunnar orðið margfalt gleggri, trúin á sigur hins góða
orðið bjargfastari, sannleiksleitin ósleitilegri, fullkomnunarþráin sterkari,
þráin eftir að komast »áfram, lengra, ofar, hærra« í sannri lífspeki og
góðleik, samfara þeirri innilegu ósk, að eigi aðeins þjóðin hans, heldur
allar þjóðir, alt mannkynið mætti fara sívaxandi að vizku og sönnum
göfugleik og kærleika, svo sögu styrjaldanna yrði brátt lokið með öllu.
því djöfulæði og mannvonzku, sem þeim er samfara, mætti fyrir fult
og alt linna.
Sælu njótandi, Guðsríki drotni,
sverðin brjótandi, dauðans vald þrotni,
faðmist fjarlægir lýðir. ko'mi kærleikans tíðir.
Slíkar óskir og þrár fylla huga og hjarta skáldsins okkar á æfi-
kveldi hans; um það bera kvæði hans og önnur rit órækan vott. Og
þetta er ekki nýtilkomið Það gengur eins og rauður þráður gegnum
öll hin fegurstu ljóð hans alt frá æsku, en þó einkurn síðan æfidegi