Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 31
9* steinvarða, er reistur væri hér í bænum. og abhjúpa það svo á 80. afmæli skáldsins, svo aldir og óbornir mættu jafnan líta hér svip þess ágætasta og frægasta manns, sem hér hefur alið aldur sinn. f’essari hugmynd var hreyft við nokkra borgara bæjarins, er tóku henni tveim höndum og lögðu fram svo mikið fé á móts við Stúdentafélagana, að henni var borgið. _ þegar listamaðurinn Ríkarður Jónsson var búinn að móta skáldið í leir, varð því að orði, að nú væii Ríkarður búinn að gjöra sig að leirskáldi í ellinni; en nú er hann risinn upp forkláraður sem eir- skáld, og gefst mönnum nú á að líta. Steinvarðinn sem myndin stendur á, er, eins og skáldið, af ramm- íslenzku bergi brotúin. Stuðlar eru í hann höggnir, og mættu þeir tákna stuðlaföll ljóða hans og að hann gat, eins og >listaskáldið góða«, »stein og stál í stuðia látið falla«. Eirtöflur eru greyptar í varðann báðumegin, framan og aftan. Á hina fremri er rist þetta gullfagra erindi um tunguúa okkar: Jungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, daubastunur og dýpstu raunir darraðarljót) frá elztu pjóbum; heiftaróm og ástarbríma, 'órlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum Ijóbi vtgbum geymir í sjóbi. f’ótti þetta vel valið, til þess að sýna hina snjöllu kveðandi skáldsins, orðsnild hans og orðgnótt, og loks trú hans á mátt tungunnar og kyngi. Varðann, fyrsta varðann, sem reistur hefur verið nokkrum manni á þessu landi í lifanda lífi, höfum vér sett hér á hinn eina friðaða blett, sem bærinn á, og sett hann svo hátt, að hann gnæfi yfir bæinn. eins og skáldið hefur borið höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína. Og sjálfsagt er það engin tilviljun, heldur dulin ráð, að mildar konuhendur hafa farið um þennan reit, friðað hann og prýtt, löngu áður en nokkrum kom til hugar, að setja hér þennan varða, og með því óafvitandi búið skáldinu, sem orti »Fósturlandsins Freyja«, hér stað. Fyrir nefndarinnar hönd, sem safnað hefur fé til þessa varða og látið reisa hann, afhendi ég svo bænum varðann til eignar, viðhalds og verndunar. Trúi ég því fastlega, að öllum ungmennum þessa bæjar þyki svo vænt um hann, að þau verji hann eftir megni öllu grandi, og því fari fjarri, að þau skemmi hann eða óprýði á nokkurn hátt. í’arna minnismerkið stendur, mæt og fögur bæjarprýði! Snildarmanna hagar hendur hafa reist þá listasmíði. Sjáið, hvar á sterkum stalla stendur líking skáldsins góða! Kenna allir kappann snjalla, konunginn í ríki Ijóða. Skln und brúnum æskueldur, elli þó hann mæti kaldri. Enn sem forðum vopnum veldur víkingur á níræðsaldri. Haglegar enginn hefur dýra hugmyndanna eðalsteina greypt í málsins gullið skíra, glæsta, fagurskygða, hreina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.