Eimreiðin - 01.05.1917, Side 32
92
Andans varning aldrei keypti
afsláttar í búðum neinum;
gullið upp hann gróf og steypti,
gnægð hann átti af dýrum steinum.
Meðan ár að ægi streyma
og í jarðar lifir glóðum,
íslendingar aldrei gleyma
óðmæringsins fögru ljóðum.
Þó að brotni bjargið harða,
brenni málmur, grunnur fúni,
óbrotgjarna á hann varða
ótalmarga í bragatúni.
Með þessu ágæta kvæði, sem Páll skáld Jónsson afhenti mér
fyrir skömmu til upplesturs við þetta tækifæri, vil ég Ijúka máli mínu
og lofa »Guð vors lands« fyrir skáldið, sem gaf þjóð vorri þann fagra
lofsöng, þá dýrðlegu þjóðhymnu, sem hvert barn á þessu landi ætti
að kunna og syngja, og bið jafnframt í auðmýkt »föður andanna —
föður ljósanna, lífsins rósanna*, að hann á ókominni tíð »lýsi landinu
okkar kalda« með mörgum slíkum ljósum, sem Matthías Jochumsson
er og hefur verð landi sínu og þjóð, og unni honum að lifa enn
um skeið og varpa birtu og yl yfir bæinn okkar, þjóðina okkar,
andið okkar.
Skáldjöfurinn Matthías Jochums'sonHifi.
Allmikill afgangur kvað hafa orðið af fé því, er safnaðist til
varðans, talsvert meira en því fé nam, er safnaðist utan Akur-
eyrar. Af því fé ákvað varðanefndin að stofna dálítinn sjóð, er
helgaður væri minningu þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar
og við hann kendur. Honum sjálfum skyldi svo falið, að ráða
og skipa fyrir um, hvernig sjóðnum yrði varið. Petta hefir hann
og síðar gert, sett honum skiplagaskrá og gefið honum nafnið
Braglistarsjóður, er svo fyrir mælt, að vöxtunum af hon-
um skuli, þegar tímar líða, varið til styrktar ungum skáldum og
ritlistarmönnum, innan takmarka hins forna Hólastiftis. Aldrei
má veita neinum minni árstyrk en 1200 kr. en sami maður getur
fengið styrkinn oftar en einu sinni, ef ástæða þykir til.
Skólameistari Gagnfræðaskólans á Akureyri eða hins æðsta
alm. mentaskóla í hinu forna Hólastifti, bæjarfógetinn á Akureyri
og sýslumaður Eyfirðinga hafa stjórn sjóðsins á hendi. Síðar
kvað sjóðnum hafa borist álitleg fjárupphæð frá Reykjavík, og
telja má víst, að margir bókmentavinir víðsvegar um landið verði
til þess, að efla hann, í heiöurskyni við þjóðskáldið, og til þess
að flýta fyrir því, að sjóðurinn geti sem allra fyrst farið að vinna
að hinu fagra og göfuga markmiði, sem honum er sett. Fátt
eða ekkert mundi gleðja skáldið fremur, en vís von um það, að