Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 33

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 33
93 þess yrði ekki svo ýkja-langt að bíða, að Braglistarsjóðurinn hans færi að létta undir með upprennandi skáldum og efnilegum rithöfundum á hinni erfiðu og eigi ósjaldan þyrnum stráðu braut þeirra upp á Parnassos. V. G. íslenzkar þjóðsögur. Einn af hinum dýrustu fjársjóðum í bókmentum vorum eru þjóðsögurnar okkar íslenzku. Pær hafa verið til frá því er land bygðist, og altaf verið að aukast og umskapast í nýjum myndum, eftirþví sem tíðararandinn og hugsunarháttur þjóðarinnar hefir breyzt. Á þeim bryddir og víða í fornsögum vorum, bæði Islendinga- sögum og Fornaldarsögunum, enda eru þær enn víða harla forn- eskjukendar. »Hvorartveggju sögurnar*. segir dr. Guðbrandur Vigfússon, »hafa alist upp í einu brjósti, eins og sambornar systur, hjátrúar- sögurnar og hinar sönnu sögur, og báðar mega því með jöfnum rétti kallast þjóðsögur, og hjátrúarsögurnar þeim mun fremur, sem hugsmíð og skáldskapur er undirstaða þeirra, og þær þrotna því aldrei, meðan vit og ímyndan ekki brestur, en yngjast ávalt upp og bregðast í ýmsa hami, eftir því sem tíðarandinn leikur á ýms- um áttum. Ef tíðarandinn er myrkur og hjátrúin röm, þá bera draugasögur og galdrar yfirborð; en jafnskjótt og bráir af, verða sögurnar mildari, og álfasögur og inndæl æfintýri verða þá meira yrkisefni þjóðarinnar. En bezt er, þegar öllu bregður fyrir og af öllu er nokkuð; þá eru þjóðsögurnar eins og fagur og fjöllitur uppdráttur. Á sama hátt eru þjóðsögurnar með sínum blæ og einkenni í landi hverju, éftir sem skapferli og gáfnalag hverrar þjóðar er«. — — »Hvergi eru hinar íslenzku þjóðsögur svo óþrjótandi, sem í æfintýrunum, og eru sögur þessar sumar hverjar að efni ýkja gamlar. Sverrir konungur minnist á stjúpmæðrasögur, og svo

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.