Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 34
94 Oddur munkur í formála Ólafs sögu Tryggvasonar. Slíkar sögur þekkir enn hvert barn á Islandi, og flestir munu muna til þess, hvað sólgnir þeir vóru, þegar þeir vóru börn, í þær sögur, sem byrja á því, að »einu sinni var kóngur og drotning í ríki sínu og karl og kerling í garðshorni*; og um karlssoninn sem að lokum eignaðist hina fögru kóngsdóttur heima í kóngsríkinu, og kóngs- börn ( álögum, eður um kúna í koti karls, og talsháttinn, sem þaðan mun vera dreginn, að saman skuli fara karl og kýr«. Pjóðsögur vorar hafa og vakið mikla eftirtekt í útlöndum og hlotið þar alment lof, enda hefir meira og minna af þeim verið þýtt á bæði dönsku, norsku, þýzku, ensku og frönsku, og á sum- um af þessum tungum — einkum á þýzku — hafa komið út margar þýðingar af þeim. Og jafnframt hafa margir útlendir lista- menn spreyttt sig á að búa þær út með myndum, til þess að gera þær enn meira aðlaðandi fyrir æskulýðinn. En vér íslendingar, sem sögur þessar standa þó óneitanlega næst, eigum enga útgáfu af þeim með myndum, og er þar þó ærið verkefni fyrir unga íslenzka listamenn, sem ætla mætti að þeir reyndust betur færir til en aðrir, þar sem þeim ætti að veita hægra að setja sig inn í anda sagnanna, en nokkrum útlendingi, auk þess sem þeir þekkja ólíkt betur búninga, húsakynni, hús- gögn og hvaðeina annað, er fyrir kemur í sögunum, sem til greina kæmi að sýna. Og ekki nóg með það, að oss skorti útgáfur með myndum af þjóðsögum vorum, heldur er nú og svo komið, að íslenzk alþýða á nú yfirleitt alls engan aðgang að hinum beztu af þeim, þar sem sþjóðsögur og æfintýri« Jóns Árnasonar hafa nú lengi verið uppseldar og ófáanlegar, og nálega hvert eintak af þeim í landinu fyrir löngu uppslitið. Pví lesnar hafa þær verið, þar sem þær hafa verið til. Ekki vantar það. Úr þessu þarf nauðsynlega að bæta sem bráðast. En rétta leiðin er ekki sú, sem heyrst hefir, að í ráði sé, að endurprenta hið mikla safn Jóns Árnasonar í heilu líki; heldur ætti að gefa út úrval úr því, eða einn og einn kafla í einu (og þá hafa önnur yngri söfn til hliðsjónar og taka einnig úrval úr þeim) og prýða þessi smásöfn með smekklegum og góðum myndum eftir íslenzka listamenn, líkt og gert er með þjóðsögur í öllum öðrum löndum. þá gætu þessi smákver bæði orðið ágætar barnabækur og fengið mikla útbreiðslu. En í stórum söfnum hlýtur margt að slæðast

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.