Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 36

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 36
9 ö rjóöur skamt frá sjó. t*ar sér hann, hvar kona situr á stóli, og tunna mikil stendur hjá henni. Kóngsson gengur til konunnar og heilsar henni kurteislega. Hún tekur þægilega kveðju hans. Pá verður honum litið ofan í tunnuna og sér, hvar óvenjulega fallegur gullhringur liggur á tunnubotninum. Kviknar þá hjá honum ágirnd á hringnum, og getur ekki haft af honum augun. Petta sér konan, og segist sjá, að hann hafi hug á gullinu, sem sé í tunnunni. I. Konan stingur Hring ofan í tunnuna. Hann segir svo vera. Hún segir, að hann megi eiga það, ef hann vilji vinna til að ná því. Hann þakkar henni fyrir, og segir, að það sé nú minst vert að ná því. Fer hann þá að teygja sig ofan í tunnuna, er honum virtist ekki djúp, og ætlar að verða fljótur að taka hringinn; en tunnan dýpkaði, eftir því sem hann seildist lengra. Pegar hann var kominn hálfur inn af barminum, stendur konan upp, stingur honum á höfuðið ofan í tunnuna og segir, að hann skuli þá gista þarna. Síðan slær hún botn í tunn- una, og veltir henni fram á sjó.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.