Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 37
97
Kóngssyni þykir nú illa komið fyrir sér; hann finnur, a&
tunnan flýtur eitthvað frá landi og veltist lengi í öldunum; en
ekki vissi hann, hvað marga daga, þangað til hann finnur, að hún
naggrar við klöpp. Glaðnar þá dálítið yfir kóngssyni, því hann
hugsar, að þetta muni vera land, heldur en sker. Honum kemur
nú til hugar, að reyna að spyrna botninn úr tunnunni, því hann
var dálítið syndur. Hann ræður þetta af, þó hann hinsvegar væri
hræddur um slæma landtöku. En það var öðru nær, því sléttar
klappir voru þar við sjóinn, svo honum gekk vel að komast á
land; en há björg voru fyrir ofan. Vill hann nú komast eitthvað
upp frá sjónum, þótt torsótt sýndist, og gengur stundarkorn fram
með björgunum, þar til hann fer að reyna að klifra upp, og tekst
honum það um síðir. Pegar hann er kominn upp, litast hann
um, og sér, að það er ey, sem hann er í kominn. Hún var
skógi vaxin og frjósöm, og sá hann. þar vaxa epli, góð átu.
Þótti honum þarna skemtilegt, að því er landið snerti.
fegar hann hafði verið þar nokkra daga, heyrði hann eitt
sinn hark mikið í skóginum. Varð hann þá ákaflega hræddur og
hljóp í skóginn, til að reyna að fela sig. Hann sér nú, hvar risi
kemur með viðarsleða og stefnir á hann. Hann hafði þá engin
önnur ráð, en að fleygja sér niður, þar sem hann stóð. Pegar
risinn fann hann, stóð hann dálitla stund kyrr og horfði á kóngs-
son. Síðan tók hann hann í fang sér, bar hann heim til sín, og
var honum óvenjulega góður. Gefur hann nú sveininn kerlingu
sinni, er var því nær karlæg; kvaðst hafa fundið barn þetta f
skóginum, og skyldi hún hafa það til vika í kringum sig, Kerl-
ingu þótti ósköp vænt um þetta, og fór að klappa kóngssyni
með miklum blíðmælum.
Hann dvelur nú þarna hjá þeim, og er þeim mjög þægur og
eftirlátur í öllu, er þau beiddu hann, enda voru þau honum hvern
daginn öðrum betri. Einn daginn fer risinn með hann og sýnir
honum í allar hirzlur sínar, nema í eldaskálann. Af þessu kom
forvitni í kóngsson, til að sjá eldaskálann; því hann hugsaði, að
þar væri einhver fáséð gersemi inni.
Einn dag, þegar risinn var farinn á skóg, fer kóngsson og
ber sig að ná upp eldaskálanum, og kemur hurðinni í hálfa gátt;
sér hann þá að eitthvert kvikindi hristir sig, hleypur fram eftir
gólfinu og talar eitthvað. Kóngsson hrekkur nú öfugur frá hurð-
inni, skellir henni aftur og pissar í buxurnar af hræðslu. Pegar