Eimreiðin - 01.05.1917, Side 42
102
ráðafár, og segir því við hann, að hann skuli ekki leggjast það
undir höfuð, sem kóngur hafi beðið hann. En sínum ráðum skuli
hann fylgja, því ella muni hann
verða í vandræðum staddur.
Kóngsson hlýðir þessu, og fer
að búast til ferða. Síðan gengur
hann inn fyrir kóng og kveður
hann.
Pegar Hringur er genginn
út aftur frá kóngi, þá segir
Snati: »Nú skaltu fyrst fara
hér um sveitina í kring og fá
þér svo mikið salt, sem þú
getur«. Kóngsson gerir þetta,
og fær svo mikið af salti, að
hann getur ekki borið. Snati
segir, að hann skuli fleygja
pokanum á hrygg sér, Hringur
gerir það. Nú er komið að
jólum. Hundurinn rennur altaf
á undan kóngssyni, þangað til
þeir koma undir ein björg.
»Hér verðum við að fara uppc,
segir Snati. »Ekki held ég, að
það verði neinn hægðarleikur«,
segir kóngsson. »Haltu fast í
rófu mína«, segir Snati. Síðan
stekkur Snati með Hring í róf-
unni upp á neðsta stallinn, og
fær Hringur þá svima. Svo
stekkur Snati með hann upp
á annan stallinn; er þá nærri
liðið yfir Hring. 1 þriðja sinn
stekkur hann með hann upp
á björgin; er þá alveg liðið
yfir Hring. Eftir litla stund
raknar hann við; ganga þeir stundarkorn eftir sléttum völlum,
þar til þeir koma að einum helli. þá var aðfangadagskvöld jóla.
?eir gengu upp á hellinn og fundu þar glugga; sáu þeir þar inn
Snati stekkur upp hamrastallana
með Hring í rófunni.