Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 48

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 48
 io8 I tungu vorrar silfurnámu seim þú sóttir þér — á bekk þinn stráöan hálmi; og um þá gripi hélztu höndum tveim, er hún lét slegna úr sínum rauða málmi. Hve Saga hefir sínum vinum lýst með silfrinlampa: skini úrvalsstjarna, og þá með sinni djúpu fræði fýst að finna málsins blóm og orðsins kjarna. Nú geymir moldin stirða hagleikshönd, sem hefðar til og frægðar var þó borin. Pað sannar jörð, er brumast blómalönd í bygðinni við sáluhlið á vorin. En íEökk* ég sínum þekki verkum á, er þínum augum hefir nábjörg unnið og látið aftrað löngun, von og þrá, að listamenskan g æ t i skeið sitt runnið. í rjóðrinu, sem ríkan fær og hinn og rekkju þína geymir undir mosa, er sunnu ljúft að heilsa um hádaginn og hýrum röðli um náttmálin að brosa. í þröngbýlinu er dýrmæt sólarsýn, og sælt að hvíla í náðum aftanbjarma. Við aringlóðir aftans leita eg þín með augum þeim, er snildarmanninn harma. Er sölna strá og sýlar hamraturn og sækir feigðin þann, sem með mér gengur, þá verður mér á vörum þessi spurn: hvort veitist þ é r nú stefnufrestur lengur ? — Á hælum mínum hríð og moldryk hvín, og hvert mitt spor er fylt af þeirra rokum. Eg uni því, ef draumur sá ei dvín: að deyi eg inn í kvöldroðann að lokum. GUÐM. FRIÐJÓNSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.