Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Side 49

Eimreiðin - 01.05.1917, Side 49
109 Enn um skjaldmerkið Herra prófastur Jón Jónsson á Stafafelli hefur vinsamlega bent mér á, að það sé ekki rétt, sem standi í grein minni um skjaldmerki Islánds í »Eimreiðinni«, að Einar Benediktsson hafi fyrst skýrt fyrir mönnum á Islandi greinarmuninn á flaggi og skjaldmerki, heldur hafi prófessor Willard Fiske orðið til þess fyrstur manna í blaðagrein, sem birtist fyrir þrjátíu árum. Eg hafði ekki tekið eftir þessari grein Fiskes. Hún var prentuð 'undir fyrirsögninni »Fálkinn« í Isafold 27. október 1886. Bendir höfundutinn í upphafi greinarinnar á greinarmuninn á flaggi og skjaldmerki, og sýnir svo fram á, hve óviðurkvæmilegt það sé, að hafa fálka eða önnur dýr í flaggi; það sé bæði dýrt, að búa til þesskonar flagg, svo að það líti vel út, og þar að auki verði myndin óskýr í fjarlægð; en það sé galli á flaggi, ef það verði ekki greint langt að. Ennfremur segir hann: »1 annan stað virðist fálkinn samkvæmt sögunni ekki geta táknað annað en hina lang- vinnu áþján, sem ísland hefur orðið að þola. Á hinu sorglegasta tímabiii í sögu landsins, meðan Danakonungar héldu verzlun þess í bannvænum einokunar-dróma, var konungur vanur að lát'a veiða íslenzka fálka, sem hann hafði sér til skemtunar eða gaf þá bræðr- um sínum, harðstjórum í öðrum löndum Norðurálfunnar. Sagan getur þess hvergi, að fálkinn jarteikni neitt þjóðkennilegt, nema endurminninguna um þjóðlega þrælkun, sem er landinu til lítils sóma. Og alt fram á þennan dag er íslenzki fálkinn lítt kunnur í augum allra útlendra þjóða, nema sem leikfang konungá og stórhöfðingja. í þriðja lagi er ekkert ljóst eða fullnægjandi dæmi til, sem sýni, að íslendingar sjálfir hafi haft fálkann til að tákna neitt íslenzkt, fyr en á dögum hinnar núlifandi kynslóðar. Hráfn- inn, æðarfuglinn, kindin, þorskurinn, hVerarnir —1 alt þefta hefur, ef til vill, verið notað til að tákna eitthvað þjóðkennilegt í goða- fræði, náttúru og verzlun; en aftur er ekki hægt að finna neina heimild til að nöta fáikann þannig, hvorki í sögu landsins, bók- mentum né landsvenju«. Fiske talar ekkert í greininni um fálkann sem skjaldmerki, enda gekk hann að því vísu, að*gamla merkið yrði notað framvegis. Hins vegár mintist hann á fálkamerkið í bæklingnum »Mímir« (1903); en þegar hann reit það, hafði hann einungis'heyrt urri logléiðing þess n erkis, en ekki séð, hvernig ' ‘ 8

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.