Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 50

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 50
I IO það leit út. Eg átti ekki tal við Fiske um þetta, því að ég sá hann aldrei eftir það, að fálkamerkið var leitt í lög, en í bréfi til mín segir hann eitt sinn: »Eg hef fengið fálkamerkið, en ennþá get ég ekki alveg felt mig við það«. Annað atriði í grein minni hefur og Jón prófastur gert áthuga- semd við. Eg sagði að Svalbarðsættin hafi víst ekki átt neitt skjaldmerki, þar sem engir af þeirri ætt hafi verið aðlaðir. Pað hefur sem sé verið sögn um, að hvítur fálki í blám feldi hafi verið skjaldmerki Lofts ríka Guttormssonar, ættföður Svalberðinga. Nú er það víst, að Loftur ríki var ekki riddari, og átti því ekki skjaldmerki. En séra Jón segir: »Ég held sú arfsögn í þeirri ætt sé ekki tilefnislaus, að einn af forfeðrum hennar hafi verið ’dubbaður' riddari og haft hvítan fálka í blám feldi á skildi sínum; en hún hafi farið langfeðgavilt, er hún telur Loft ríka Guttorms- son riddara í stað Lofts Ormssonar (f 1476), sem víst er, að var riddari, þótt óvíst kunni að vera, hvaða skjaldamerki hann hafi haft*. Petta er vert að athuga, því að það er ekki ólíklegt, að séra Jón hafi rétt fyrir sér í þessu, þótt ekki verði færðar sönnur á það eftir gögnum þeim, sem ég þekki. Loftur Ormsson, Loftssonar, Guttormssonar ríka, er hvergi kallaður riddari í ís- lenzkum sagnaritum, svo ég viti af. En í kaupmálabréfi frá 4. febrúar 1470 er hann nefndur svelborinn mann«, og í vottorði gefnu 12. september 1470 nefnist hann »Loftur Ormsson a vopn«.‘) Aðalskaparbréf hans mun ekki vera til, né neitt annað, er bendir á riddaradóm hans eða mynd skjaldmerkis hans. En ef til vill mætti finna einhverja upplýsingu um þetta, ef íslenzk innsigli frá miðöldunum væru rannsökuð. Þótt það snerti ekki beinlínis skjaldmerki íslands, þá vildi ég þó bæta hér við athugasemd um aldur skjaldmerkja á Norður- löndum, sem ég mintist á í fyrri grein minni með tilliti til Heims- kringlu og annarra af konungasögunum. Eg tilfærði þar orð Gustafs Storms viðvíkjandi sögninni um skjaldmerki Magnúsar berfætts, hvernig hún hefði orðið til og smámsaman aukist. Síðan ég reit það, hefur mér borist í hendur bók eftir Alexander Bugge (»Smaabidrag til Norges Historie paa iOOO-Tallet«, 1914), þar sem hann meðal annars tekur til meðferðar sögnina um Magnús berfætta og ljónsmerkið. Hann vitnar til kirkjusögu Orderiks ') fslenzkt Fornbréfasafn, V, 561, 581. Sbr. og Sýsluœannaæfir, II, 276

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.