Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Side 52

Eimreiðin - 01.05.1917, Side 52
Skessan á steinnökkvanum. Einu sinni var kóngur og drotning í ríki sínu. Pau áttu soh þann, er Sigurður hét. Hann var snemma frábær, ramur að afli, fimur við alla leika og fríður sínum. þegar faðir hans var farinn að þyngjast fyrir elli sakir, korti hann að máli við son sinn og sagði, að honum væri nú orðið mál að sjá sér fyrir sæmilegu kvonfangi, því ekki væri víst, hvað síh nyti lengi við úr þessu; en tign hans þætti sér þá vera með fullum blóma, ef hann fengi kvonfang samboðið sér. Sigurður tók þessu ekki fjarrri, og spurði föður sinn, hvar hann liti helzt til um konuefnið. Kóngur segir honum, að úti í löndum, þar sem hann til tók, væri kóngur, sem ætti dóttur, væna og fríða, og ef Sigurður fengi hennar, þætti sér sá ráðahagur ákjósaH- legastur. Eftir það skildu þeir feðgar, og bjó Sigurður kóngsson sig til ferðar, og fór þangað, sem faðir hans hafði honum til vísað. Gengur svo fyrir kóng og biður dóttur hans sér til handa. Verður það mál aúðsótt við kóng, en þó með því skilyrði, að Sigurðúr dvelji þar svo lengi, sem hann má; því kóngur var^ mjög vanheill og lítt fær um að stjórna ríki sínu. Sigurður gekk að þesSUm kóstúm, en tilskildi þó, að hann fengi fararleyfi heim í ríki sitt, þegaf sér kæmi fregn um lát föður síns, er hann kvað vera kom- inn að fótum fram. Eftir þetta drakk Sigurður brúðkáup sitt til kóngsdóttur, og tók til ríkisstjórnar með kónginum, fengdá- föður sínum. Sigurður og kona hans unnu hvort öðru hugástúm, og þVí alúðlegri urðu samfarir þeirra, er hún að ári liðnu fæddi honum son, fríðan og fagran. Eftir það liðu fram tímar, unz drengur sá var kominn á annað árið; komu Sigurði þá þau orð, að faðir hans væri dáinn. Bjó Sigurður sig nú til burtferðar með konu sinni og syni, og fór á einu skipi. Pegar þau höfðu siglt nokkra daga, tók byrinn af fyrir þeim, og gjörði blæjalogn, er þau áttu eigi lengra heim, en eins dags sigling; lá þá skipið kyrt og morraði í byrleysunni. Pau hjónin voru þá stödd ein uppi á þilfari, því flestir aðrir voru gengnir til svefns á skipinu. Sátu þau þar og töluðust við um stund, og höfðu son sinn hjá sér. Að nokkrum tíma liðnum sigraði Sigurð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.