Eimreiðin - 01.05.1917, Síða 54
H4
róið; þar með sér hún einhverja mannsmynd í bátnum. Kemur
svo um síðir, að bátur þessi leggur að skipinu, og sér drotning,
að það er steinnökkvi; og því næst kemur upp á skipið ógurleg
tröllkona og illúðleg. Drotning varð hræddari en frá megi segja,
en kemur ekki upp neinu orði, né heldur gat hún hreyft sig úr
stað, til að sækja kóng eða skipverja. Tröllkonan gengur þá að
drotningu og tekur af henni sveininn, og setur hann á þilfarið.
Síðan tekur hún drotningu og færir hana úr öllum skrúðklæðum
hennar, svo hún stendur eftir í línklæðum einum. Fer svo tröll-
konan í fötjjdrotningar, og verður þá nokkurt menskumót að henni.
Loksins tekur hún drotningu og setur hana á nökkvann og segir:
>Mæli ég um og legg ég á, lintu hvorki ferð né flugi, fyr en þú
kemur til bróður míns í undirheimum«. Sat drotning þá sem
höggdofa og aðgjörðarlaus; en nökkvinn undir henni sveif þegar
frá skipinu, og leið ekki á löngu, áður hann var kominn úr aug-
sýn frá skipinu.
Þegar ekki sást lengur til nökkvans, fór sveinninn kóngsson
að hrína, og var það Jivort sem annað, að tröllkonan lagði sig
lítt til að hugga hann, enda tjáði það ekki. Geklc hún þá með
sveininn á handlegg sér niður undir þiljur, þar sem kóngur svaf,
og vekur hann með hörðum átölum, að hann hirði ekki um,
hvernig um sig fari, þar sem hún megi vera ein með son þeirra
á þiljum uppi, en hann sofi og hrjóti og öll skipshöfnin með
honum. Telur hún það mikla ónærgætni og ofætlun af honum.
að láta engan vaka hjá sér á skipinu; því fátt segi af einum.
Enda sé nú svo komið, að hún fái með engu móti huggað sveininn,
og kysi því helzt, að komast þangað með sveininn, sem hann
ætti að vera, og væri þess nú kostur, ef nokkur dugur eða dáð
væri sýnd, þar sem kominn væri blásandi byr. Sigurði kóngi
kemur það mjög á óvart, að drotning hans er svo fasmikil og
harðorð, er aldrei hafði eitt móðsyrði til hans talað. Hann tekur
þó ávarpi hennar með blíðu, og þykir henni mikil vorkun, þó
hún sé ömruleg. Hann leitaðist við að hugga með henni sveininn;
en það tjáir ekki. Fer hann þá til og vekur skipverja, og biður
þá taka til segla, því nógur var byr kominn og beinn til hafna,
Pví næst var siglt, sem mest mátti, og segir ekki frá ferðum
þeirra, fyr en þeir komu við land, þar sem Sigurður átti fyrir að
ráða. Fór hann þá til hirðar sinnar, og voru þar allir hryggir
yfir fráfalli föður hans, en glöddust, er þeir höfðu hann aftur