Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 58
8 heföi sett sig þá í einhýsi um hríð, og hótað sér, að hún skyldi aldrei þaðan út fara, nema hún héti sér blíðu sinni. En vitjað hefði hann um sig öðru hverju. í’egar nokkuð leið frá, kvaðst hún hafa farið að hugsa sig um, hvað hún skyldi nú til bragðs taka, til að losna úr trölla höndum. Sagðist hún þá hafa gefið honum kost á að sofa hjá sér, ef hún mætti áður sjá son sinn ofanjarðar, þrjá daga í beit. Hefði hann lofað sér því, en látiö þó um sig járnspöng þessa með hlekkjafestinni úr, og hefði hann bundið öðrum enda hlekkjafestarinnar um sig miðjan, og því mundu hinir miklu dynkir hafa orðið, er kóngur hjó á festina, að risinn hefði hlunkað niður allan undirganginn, er svo snögglega slaknaði á festinni. Pví bústaður risans væri rétt undir borginni, og því hefði ókyrleikinn orðið svo mikill, er hann hlunkaði niður; og að öllum líkindum mundi hann hafa rotast, er hann kom niður. og hefðu þetta víst verið fjörbrot hans, er borgin skalf. En því kvaðst drotning hafa áskilið sér að sjá son sinn þrjá daga í röð, að með því móti mundi sér leggjast eitthvað til líknar og lausnar, eins og nú væri fram komið. Nú þóttist kóngur sjá, hversu það vissi við, að kona sú, er hann hafði búið við um stund, hefði verið svo óþýð, og lét hann þegar draga belg á höfuð henni, og berja hana í hel með grjóti. Síðan lét hann festa hana aftan í ótemjur, er tættu hana sundur. Eftir það sögðu sveinar þeir, er fyr var getið, að heyrðu og sáu til drotningar, frá því, er fyrir þá hafði borið. Pví áður þorðu þeir það ekki fyrir ríki hennar. Að þessu búnu sezt drotning í tign sína, og hugnast öllum vel að henni. En það er af barnfóstrunni að segja, að kóngur og drotning giftu hana stórhöfðingja einum, og gjörðu hana að heiman með mikilli rausn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.