Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 62
122 GUNNAR GUNNARSSON: VARG I VEUM. Roman. Khöfn 1916. Það er allstór bók (278 bls.) þessi nýja skdldsaga G. G. og efnið er gripið beint út úr nútíðarlífi íslendinga. Hún fer fram í sjálfum höfuðstaðnum Rvík og aðalpersónurnar eru: ráðherra íslands og dóttir hans og dómkirkjupresturinn og sonur hans. Er þar víða við komið og ekki sízt drepið á kaunin, t. d. valdabaráttuna í pólitíkinni, undirbúning þingkosninga og val þingmannsefna, bannlögin og brot mamia gegn þeim, hugrekki og röggsemi lögreglunnar í Rvík eða hitt þá heldur, skipun aðstoðarmanna í stjórnarráðinu og aðrar embættisveitingar, þjark milli banka- stjórnar og landsstjórnar út af starfsmanni við bankann, sem bankastjórnin vill láta víkja frá, en landsstjórnin úrskurðar að skuli sitja kyr, og margt fleira þesskonar, sem menn kannast við úr lífinu í höfuðstaðnum. Sá. sem verður »vargur í véumi, er Ulfur Ljótsson, sonur dómkirkjuprestsins. Hann er lögfræðiskandídat og aðstoðarmaður í stjórnarráðinu, vel gefinn, en drykk- feldur mjög, enda enginn hörgull á drykkjuvörum — þrátt fyrir bannlögin. Gerir hann sig sekan í svo stórfeldum ölæðisglöpum, að hann býst við að verða útskúfaður og rekinn — jafnvel úr stjórnarráðinu. En hann verður fyrri til og ræðst sem há- seti á fiskiskútu, sem líka auðvitað er talsvert betur launuð staða en embættisstaðan í stjórnarráðinu. Dóttir ráðherra, Margrét, ann Úlfi hugástum, og þau hvort öðru. og brýtur hún bág við foreldra sína og giftist honum, hvað sem þau segja. Og tyrir það verður hún raunar einnig »vargur í véum« í þeirra augum. Fiskiskútan, sem Ulfllr er háseti á, strandar og hann druknar, og ráðherradóttirin situr ein eftir sem syrgjandi ekkja úti í Viðey, þar sem hún og tengdafaðir hennar, dómkirkju- presturinn, eru sjónarvottar að strandinu. I*að er þakkarvert, að skáldin beini athygli manna að því, sem aflaga fer í þjóðlífi voru. Einhverjir verða að hafa manndáð í sér til að stinga á kýlunum, ef ekki á illa að fara, og skáldin hafa nú einu sinni betri læknishendur við mann- félagsmeinum, en flestir aðrir. fví þau ná betur eyra fólksins. En vanþakklátt verk er það tíðast og vandasamt, svo að jafnan mun orka tvímælis, hvort ekki sé of hörðum höndum farið um meinsemdirnar. Svo mun og reynast hér, enda virðist oss gagnrýnin í sumum greinum altof lausleg og yfirborðsleg, t. d. slengt út fyrir- dæmingar-dómsorðum um pólitík vora án nokkurra eða nægilegra sannana eða for- senda, sem þó hefði auðgert verið fyrir annaó eins skáld og G. G. að búa betur út, ef hann hefði tekið færri atriði fyrir í einu og kynt sér alla málavexti til hlítar. hið má því búast við, að sumt í bókinni mæti miklum mótmælum, og það ekki ætíð að ástæðulausu. En við því mætti búast, hversu ágætar og sannar sem lýsing- arnar væru. Einna þyngst munu menn ámæla höf. fyrir það, að hann skuli hafa fyrst ritað um þetta fyrir útlendinga, en ekki fyrir íslendinga sjálfa, sem mest komi það við. En þar mun höf. hafa gilda vörn í málinu: að ekki sé honum um að kenna, að bækur hans komi ekki fyrst út á íslenzku, heldur bókaútgefendunum íslenzku. En keypt verður hún og lesin, þessi bók G. G., bæð á íslandi og í útlöndum. Og ‘þó hún að skáklsnild tæplega jafnist við sumar af hinum fyrri sögum hans, þá eru þar margar lýsingár prýðisvel gerðar og hugardjúp manna vel kafað. Sérstak- lega mun lýsingin á hinni 'ðásamlegu sálárgöfgi dómkirkjuprestsins verða öllum les- endum minnisstæð, og lýsingin á gamla bankastjóranum, mági ráðherrans, er líka fyrirtaks góð. V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.