Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 2
66 GUÐMUNDUR MAGNÚSSON IEIMREIÐIN undinn sjálfan, en þegar fleiri bækur fóru að koma eftir hann, varð fljólt á allra vitorði hver hann var. Eimreiðin liefir birt allmikið eftir hann af ýmsu tagi, og þ}rkir því hljTða að minnast hans að nokkru nú, eftir Iát hans. Það hefir mikið verið ritað um skáldskap Guðmundar Magnússonar, sérstaklega nú á síðustu tímum, bæði lof og last, bæði vit og óvit, og ætlar sá, er þetta ritar, ekki að fara að kyrja með í þeim kór. Eg ætla að eins að segja dálítið frá manninum' Guðmundi Magnússyni, eins og eg kyntist honum. Til þess að kynnast manninum, þarf maður að þekkja æfiferil hans að nokkru. Guðmundur er fæddur 12. febrúar 1873 á Rifi á Sléttu, nyrsta bæ landsins. Föður sinn misti hann fimm ára, og fór hann og systkini hans þá á sveitina; flultist þó til móður sinnar aftur, er hún giftist annað sinn, og var hjá henni til 16 ára aldurs. Síðan var hann í vinnumensku þar nyrðra þangað til árið 1891, er hann fór til Austfjarða. Þar stundaði hann sjómensku í hálft annað ár, en réðst síðan til Skafta ritstjóra Jósefs- sonar, til þess að nema bjá honum prentiðn. Sumarið 1896 ferðaðist hann um Norðurland með Daniel Bruun, en fór um haustið til Kaupmannahafnar og \ar þar í tvö ár. Hafði hann þá fengið styrk til að kynna sér útbúnað á leiksviðum. Hingað til Reykjavíkur fluttist Guðmundur um haustið 1898. Á Alþingi 1903 var honurn veittur 1200 kr. styrkur til utanfarar, og ferðaðist hann árið eftir um Þýskaland, Sviss og England. í Reykjavík stundaði Guð- mundur ýmis störf, svo sem kenslu, verslunarstörf, en þó aðallega prentiðn, þar til 1913, er hann varð skrifari í Stjórnarráðinu. Á skrifstofu Alþingis var hann starfandi fimm þing, ennfremur nokkuð í íslandsbanka. Guðmundur kvæntist 1898 Guðrúnu Sigurðardóttur frá Akureyri. — Móðir mín og fjölskylda leigði í húsi Guðmundar við Grundarstíg 15 í 5 ár, og höfðum við því nokkuð náin kynni af honum og fjölskyldu hans. Húsið lét Guðmundur byggja árið 1911, nokkru eftir að brunnið hafði hús það, er hann bjó í við Þingholtsstræti 23. Eg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.