Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 6

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 6
70 GUÐMUNDUR MAGNÚSSON [EIMREIÐIN í prentsmiðjunni Gutenberg, en nokkuð skemur en aðrir, eða frá kl. 9—4 á daginn. Skömmu eftir að eg kom heim, kl. 7 á kvöldin, tók hann til að leika á orgel sitt dálitla stund; eftir það gekk hann oftast út með konu sinni og kjördóttur, og til hvilu mun hann hafa gengið um kl. 10 á kveldin, þegar ekki voru gestir hjá honum fram yfir þann tíma. Og á morgnana fór hann rakleitt til vinnu í prentsmiðjunni. Starfstíminn mun því aðallega hafa verið frá kl. 4—7 á daginn. En aldrei hitti maður þó svo á Guðmund, að hann hefði ekki tíma til hvers sem var. Hann orkti ógrynnin öll af erfiljóðum og öðrum tækifæris- kvæðum, skrifaði greinar í blöð og tímarit o. s. frv.------- — Og svo kom hörmungin mikla yfir Reykjavík, inflúensan, í nóvember síðastliðnum. Alt í dái. Umferð engin nema nokkrar bifreiðar með lækna eða lik eða sjúkling með lífsaflið á þrotum, sem komast átti inn á eitthvert sjúkraskýlið. Og fréttirnar á morgni hverjum, hjá þeim fáu, sem maður hitti. Sinnið var sem hjúpað móðu, sorgarmóðu, sem aldrei ætlaði að létta, þótt ekki væri höggvið í manns eigin knérunn. Þessi, þessi og þessi dáinn. Og einn daginn var Guðmundur Magnússon meðal nafnanna. Það hafa margir orðið til að ráðast á Guðmund Magn- ússon, þó að hann hafi, mér vitanlega, aldrei ráðist á neinn að fyrrabragði. Ég ætla -ekki að fara að hefja skáldskap hans til skýjanca, en hitt verður ekki hrakið, að með Guðmundi Magnússyni er fallinn í valinn einn af merkustu mönnum íslensku þjóðarinnar. A. A.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.