Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 10

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 10
74 [EIMHEIÐIN Launamálið. Það sýnist vera undra fast í meðvitund manna hér á landi, að krónan sé mælikvarði alls verðmætis. Tíu krón- ur, hundrað krónur o. s. frv., það sé æ og ætíð jafn mikils virði. En þetta er hin mesta og háskalegasta kórvilla, og ófriðurinn mikli, með öllu því róti á framleiðslu, flutn- ingum og öðru, sem af honum hefir leitt, hefir látið þessa kórvillu koma átakanlega skýrt í Ijós. Engum dettur nú í hug að hann fái jafnmikið og jafngott fyrir 100 krónur, eins og hann fékk »fyrir stríðið«. Hvað er það þá, sem hefir skeð? Það hefir komið upp úr kafinu, sem raunar var kunn- ugt áður, að verdmœtis-mœlikvarðinn er ekki peningarnir, heldur lifsnauðsynjarnar. Það eru þær, sem ávalt eru jafn mikils virði, á hverju sem gengur. Eitt pund af kjöti eða fiski, einn pottur af mjólk, eitt skippund af kolum eða mó o. s. frv. — Það er þetta, sem ávalt er jafn mikils virði, af því að vér þurfum ávalt á því að halda, og það gerir okkur ávalt sama gagnið. — Komist nú einhver glundroði á viðskiftalífið, svo að vér þurfum að fara að borga meiri peninga fyrir þessar lífsnauðsynjar, þá er því rangt að segja, að þær hafi hækkað að gildi. Þær eru jafn mikils virði og áður. En það eru peningarnir, sem hafa lœkkað. Nú vitum vér það, að víðast, og þar á meðal hér á landi, hefir ekki verið tekið tillit til þessa, þegar laun starfsmanna hafa verið ákveðin. Þau hafa verið ákveðin í krónutali, föst upphæð og óhagganleg, hvort sem krónan er mikilsvirði eða ekki. Og af því hafa menn nú fengið að súpa seiðið. Áður en ófriðurinn skall á, höfðu peningar farið sí- lækkandi, hægt og hægt. Menn veittu því litla eftirtekt vegna þess, hve hægt það fór. En þó var svo komið, að menn sáu, að nauðsyn mundi að hefjast handa, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.