Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 11
EIMREIÐIS)
LAUNAMALIÐ
75
hækka laun embættismanna og opinberra starfsmanna.
Peir voru hættir að komast af með þau.
Svo skall ófriðurinn á, og peningar hrundu niður úr
öllu valdi, dýpra og dýpra, eða eins og það var alment
orðað: Alt hækkaði í verði og það svo gífurlega, að menn
sundlaði. Hagstofan íslenska hefir samið nákvæmt yfirlit
yfir verðhækkunina og sýnt, að til þess að fá það, sem
fyrir ófriðinn kostaði 100 kr. þurfti í janúar 1919, 353 kr.
Hækkunin er því 253°/o á öllum vörum, sem fengust.
Þetta verðfall peninga svarar til þess, að hver króna
hefði farið niður í minna en þriðjung. Sá sem hafði
3000 kr. fyrir stríðið hefir því nú ekki 1000 kr. Sá sem
hafði 2400 kr. hefir um 700 kr. o. s. frv.
En nú hefir verðfallið ekki orðið alveg svona mikið
vegna þess, að Hagstofan tekur aðeins tillit til vöruverðs,
en sumt annað at útgjöldum hefir ekki hækkað eins
gífurlega. Hefir þetta verið marg rannsakað, og þó ná-
kvæmast af háskólaráðinu 1917. Hefir talist svo til, að
til allra útgjalda séu nú 260 kr. jafnar 100 krónum fyrir
ófriðinn. Krónan er því fallin niður í tæpa 40 aura.
Embættismaður með 5000 kr. hefir því nú tæpar 2000 kr.
Sá sem hefir 30Ó0 að nafninu hefir í rauninni ekki alveg
1200 kr. Sá sem hefir að nafninu 2000 kr., hefir í raun-
inni tæpar 800 kr. o. s. frv.
Árið 1914 var skipuð nefnd til þess að íhuga og gera
tillögur um laun embættismanna. Hún lauk störfum sínum
og gerði grein fyrir þeim í nefndaráliti 1916. Tillögur
hennar þóttu óhæfilega lágar, en þó lýsti hún því yfir, að
ekki yrði »hjá þvi komist, að hækka launin talsvert«, þó
ekki væri tekið lillit til verðhækkunarinnar af völdum
stríðsins. Sést því af þessu, að starfsmenn þjóðarinnar
höfðu óhæfilega lág laun áður en ófriðar-dýrtíðin kom,
og svo hefir hver króna af þessum lágu launum lækkað
niður í tæpa 40 aura. Hér er því alt nokkurn veginn á
eina bókiná lært.
Nú kynnu menn að svara: Svona hefir það einnig verið
í öðrum löndum, og sama dýrtíðin eða peningaverðfallið