Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 17

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 17
EIMREIÐIN ] VOKUDRAUMUK 81 Ó, vertu nú hraðflejTgur, hugur minn, heim í iðgræna dali . — þangað sem fossarnir falla. — Margt blundar — margt blundar í blámóðu fjalla. Og hugurinn þýtur um himininn hratt yflr ránarsali — og heim í iðgræna dali. Þó eg sé stundum hálfdapur í lund, þá er eg altaf gagntekinn af undarlegri gleðihlýju. Og þá er heimþrá bægir huga mínum frá að veita því eftirtekt, sem um- horfs er, geng eg í dvala, og reika þá oftast út fyrir borg- ina, og nem staðar þar sem þögn og friður ríkir. Þar gleymi eg stað og stundu — en stari — og stari. — — Eg sé land rísa úr hafinu! — — Eg er dalabarn og reika um bernskustöðvar mínar. Eg er smali og hleyp léttklæddur um fjallahlíðarnar. Heilög gleðitilfinning gagntekur mig. Sama tilfinning og gagntók mig, er eg var barn að aldri, í hvert sinn er eg gekk í guðshús. — Þey! Þey! Pað dunar i djúpinu. Eg finn landskjálftakippi og sé «ldbjarma gnæfa við himin. Eg sé dökka, úfna ösku- og gufubólstra myndast og hverfa, og er degi hallar, sé eg óteljandi rafmagnsleiftur loga yfir eldinum. Eg sé glóandi hraun renna yfir skrúðgrænar grundir, — bændur þögula og kvíðafulla. Öll starfandi öfl heyja jafnvægisbaráttu. Dunurnar deyja út. Roðinn hverfur af himni. Askan fellur og bjartur dagur birtist á ný, — en útsýni yfir landið er ömurlegt. Þey! Þey! Enn heyri eg dunur. Þær berast til mín með norðan- stórhríðinni, sem er stæld frosti. — Ótti grípur mig. — Þessi niður er forboði feigðar og harðæris. — Hafísinn 6

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.