Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 24
88
FRÁ KÖTLUGOSINU
[EIMREIÐIfi
Nú var fólk orðið óðfúst að vita um afdrif þeirra
manna, er sást til í gær fyrir ofan Skálm, á hröðum
flótta undan hlaupinu. Voru þar milli 20 og 30 af efni-
legustu mönnum hreppsins. Um hádegi komu flestir þessir
menn heim til sín. Komu þeir gangandi, því eigi var fært
með hesta fyrir hrönnum.
Nú mun Jón sonur minn skýra frá undankomu þeirra
og lýsa hlaupinu fyrir ofan Skálm.
Frásögn Jóns Gíslasonar.
Eins og getið er um í frásögn föður míns, var afréttar-
safnið á leið til réttar, þegar hlaupið kom. Eg var einn
af 7 afrétlarmönnum, sem kom með safnið. Pegar vi5
komum fram fyrir Hrísneshólm, fórum við að heyra ni5
í vesturátt. í fyrstu var honum lítill gaumur gefinn; en
svo fór hann smávaxandi, þar til við fórum að heyra
óglögga dynki, sem urðu hærri og hærri, og loks heyrðum
við drunur miklar. Vorum við þá komnir svo nærri rélt-
inni, að við sáum hvar menn þeir, sem þar voru, hleyptu
þaðan á hestum sínum sem harðast. í sama bili sáum
við að þeir, sem voru að safna úthagana, fóru austur alt
hvað af tók, og stefndu þeir til Skálmabæjarhrauna.
Duldist okkur nú ekki, að eitthvað óvenjulegt var á seiði.
En svo hagaði til, að við rákum safnið eftir sandlæg5
nokkurri, og voru hraunhálsar heggja vegna, svo að vift
sáum ekkert til vesturs. í sama svip og við sáum til þeirra
manna, er hröðuðu sér heimleiðis, varð mér litið aftur.
Mun mér lengi minnisstæð sjón sú, er mér bar þá fyrir
augu. Var þá að geisast fram að baki okkur jökulhlaup
mikið og ægilegt, sem brunaði fram lægðina milli hraun-
hálsanna. Geri eg þá félögum minum aðvart sem skjótast.
Sáum við nú okkur þann kost vænstan, að yfirgefa safnift
og ríða sem hraðast undan hlaupinu. F'órum við nú sem
við máttum, og stefndum suður á Ljósavatnaháls. Þegar
þangað kom, sáum við að hlaupið var komið austur úr
Skálminni fyrir sunnan okkur; var því eigi fært að halda
lengur þá leið. Breyttum við þá stefnu og héldum nú »
áttina til Skálmabæjarhrauna, því þar sáum við að saman