Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 27

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 27
EIMREIÐINJ FRÁ KÖTLUGOSINU 91 allir bakkar og hólmar með fram Kúðafljóti vera alþaktir jökulhrönn og vatni langt austur á Meðalland. En bæjar- hús sáust öll á þessu svæði. 15. okt. Enn eru sömu dynkir sem áður og öskumistur. En veður er gott, hægur norðankaldi. Nú eru flestir enn við fénað sinn og gefa því hey, sem fundist hefir. Veður heldur léttara í lofti í dag en í gær. Fara menn því miklu víðar um en áður. Hvervetna er voðalegar landskemdir að sjá eftir hlaupið. Víðast verður að fara gangandi. Aðeins hægt að fara um bygðina með hesta, því mesta hrönnin nam staðar fyrir ofan hana og vestan. Hér fyrir vestan bæina er leirufláki mikill með háum mel og skerhólum. Jökulhrönnin á leiru þessari er uú 3—4 m. þykk og um 5 km. á hvern veg. Morguninn «ftir hlaupið sást hvergi á hól eða klett upp úr hrönninni. Þegar við riðum undan hlaupinu yfir leiruna sáum við þar allstóran kindahóp, sem við vissum ekki meira um. — Vatn rennur nú í öllum farvegum, og eru þeir miklu fleiri. En ekki hafa menn orðið varir við hlaup í þeim eða vöxt, síðan jökulhlaupið þvarr. Daginn, sem hlaupið kom, voru hér staddir 2 menn ofan úr Skaftártungu. í <lag leggja þeir af stað heim til sín. 16. okt. í nólt hafa verið dynkir miklir og eldglæringar. Mistur er enn í lofti, en ekki fellur nein aska í dag. En nú verða miklu stærri og þyngri dynkir en undanfarna <Iaga. Kl. 3 e. h. gusast upp úr gjánni gufumökkur hált á loft. Búast menn þá við að enn muni von á vatnshlaupi. En svo líður dagurinn að þess verður ekki vart hér í bygðinni. 17. okt. Enn er stilt veður og gott. Heldur minni djmkir og eldglampar en áður. Þungur niður heyrist jafnan í vestri, svo sem vatnaniður væri. Heyrist hann alt til vöku- loka og er þá mestur. Er þá loft orðið léttara og mistur lítið. Upp úr gjánni virðist nú koma gufa inestmegnis. — í dag fara menn frá Hraunbæ að gæta fjár, sem gengur þar sem heitir í Bólhraunum; er það austast á Mýrdals- sandi. Fundu þeir flest lifandi. Hafði hlaupið klofnað þar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.