Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 33

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 33
EIMREIÐIN] FINNS JÓNSSONAR 97 burði við pað, er Torfl skólasijóri gerði par siðar, eins og mörg- um er kunnugt. Pau árin, sem Jón bjó á Óspakseyri, starfaði hann að ýmsum jarðabótum. Bygði par timburkirkju í stað gamaliar torfkirkju, er par var áður. Hann fylgdist vel með almenningsmálum og var besti styrktarmaður alls pess, er til framkvæmda horfði og hann áleit rétt vera. í landsmálum var hann áhugamikill og ætíð tryggur flokksmaður Jóns Sigurðssonar. Þegar Hrútfirðingar héldu 1000 ára minninguna á Reykjatanga 1874, gekst hann fyrir samskotum til sæmdar Jóni Sigurðssyni, og sá eg pað í bréfi frá Jóni Sigurðssyni, að hann mat pað vel. Oft pótti mönnum skemtilegt að spjalla við Jón Bjarnason. Hann var fjörugur og fór ekki dult með skoðanir sínar, og pótti pá sumum hann vera nokkuð berorður og ekki ætíð laus við hnýfilyrði, og veitti einatt létt að koma fyrir sig orði. Mest pótti honum varið i pað, ef hann var gerður orðlaus með hógværum tilsvörum. Hann gat pess t. d., að Pétur biskup hefði eitt sinn svarað sér pannig. Peir voru eitthvað samferða, sem eg man ■ekki hvar var. Ræddu peir pá um trúmál, pví Jón var trúmaður. Pá var nýkominn út »Vísdómur englanna« eftir Svedenborg, og spyr Jón biskup, hvað hann segi um pá bók. Biskup svarar fáu, en nefnir bókina »grillur« og heilaspuna, en Jón var búinn að fá gott álit á bókinni, og eftir pví sem eg pekti bráðlyndi hans, pá hefir honum mislíkað svar biskups, en um pað leyti voru komnar út flestar lestrarbækur Péturs biskups. Svarar pá Jón: »Já, hvað sem um pað er, pá er »Vísdómur englanna« sú bók, sem eg hefi haft mest gott af«. Svarar pá biskup: »Gætið pér að pví, Jón minn, að peim verður alt til góðs, sem guð elska«. Pá sagðist Jón hafa orðið orðlaus. Jón var úrræðagóður og skjótráður, ef með purfti. Sem dæmi skal eg setja hér sögu, er hann sagði mér. Pað var sumar eitt, pá er laxakaupmaður, James Ritchie frá Skotlandi, er mörgum var að góðu kunnur, var hér við land og keypti af mönnum lax o. fl. og flutti út með sér að haustinu, að peir Jón og Ritchie sömdu um pað, að Jón seldi Ritchie fé til slátrunar og ræki pað suður á Akranes og væri pví slátrað par. Tæki kaupm. par mör, gærur og kjöt, en slátrið ætlaði Jón að selja öðrum. Kom peim saman um verð, en á kjötinu átti að vera mismunandi verð, eftir pyngd kroppa á hverri vigt. Ritchie lofaði að hafa tilbúin öll áhöld og hjálp við slátrunina, Jóni að kostnaðarlausu, pegar hann kæmi suður með féð. Fara nú ekki sögur af pví, fyr en að Jón er lagður af stað með féð um haustið og kominn'suður í Borgarljörð. Fréttir hann pá, að hreppstjór- inn á Akranesi hafi bundist samtökum við hreppsbúa sína, að kaupa ekki slátur af Jóni, nema fyrir lágt verð. Semur pá Jón 7

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.