Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 34
98 ÚR MINNISBLÖÐUM 1EIMUE1ÐIN við þá Borgfirðinga, að kaupa af sér slátrið fyrir sanngjarnt og' ákveðið verð. Pegar Jón kemur suður á Akranes og menn heyra,. hvað hann vill selja slátrið, vill enginn líta við pví. Er nú farið að slátra, en enginn gefur sig fram, er kaupa vilji slátrið. Heyrir Jón, að peir fara að stinga saman nefjum um pað, Akranesingar, hvað hann ætli að gera við alt petta slátur, og er ekki laust við, að menn fari að kýma að pví. En er Borgfirðingar fara að koma með lestir og taka slátrið, dofnaði heldur hljóðið í Akranesing- um og fara peir að fala slátur af Jóni, en gátu ekki fengið neitt. Sagði Jón hreppstjóranum ópvegið, að hann hefði ætlað að níð- ast á sér, en nú hefði pað komið niður á sveitungum hans. Hann hefði komið í veg fyrir, með pessum merkilegu samtök- um, að peir gætu fengið slátQr með sanngjörnu verði. Pegar farið var að vega kjötið, ætlaðist Jón til pess, að kropp- ar af vænsta fénu yrðu í númer 1. En er nokkrar vigtir vom komnar, hafði rýrðarkroppi verið kastað á vogina með peim. vænu. Ætlaði Jón pá að kippa rýra kroppnum af og láta vænan í staðinn, en pví mótmælti Ritchie. Sagði, að pað stæði ekki i samningunum, að pað mætti skifta um kroppa, sem búið væri að láta á vogina. Jóni pótti petta ópörf formfesta, pó hann gæti ekki mótmælt pví, er Ritchie sagði. Lét liann koma krók á móti bragði og fékk lánaða reislu hjá kunningja sinum og sagði Ritchié, að hann ætlaði að vega kroppana, áður en peir væru látnir á vogina, pví pað væri ekki bannað í samning peirra, og varð Ritchie að viðurkenna pað. Af pessu leiddi, að alt kjötiö' varð nr. 1, nema sú- eina vigt, sem áður er getið. Pegar öllum störfum var Iokið, bauð Ritchie Jóni til snæð- ings og sagði honum, að hann hefði ekki hitt marga íslendinga eins sjálfstæða og ráðsnjalla og Jón, og skildust peir góðir vinir. Enda sagði Jón, eins og fleiri, að Ritchie hefði verið mesta prúð- menni, pó hann gæti verið péttur fyrir, pegar svo bar undir. Eins og áður er á vikið, var Jón ætíð fús að rétta hlut lítil- magnans, eða peirra, er hann áleit að yrðu fyrir órétti, og hirtfc pá ekki um, pó hann bakaði sér með pvi óvild hinna meiri- háttar manna. Pað eru til margar sagnir um pað, sem eg heffc heyrt, en pví miður ekki skráð, og man enn óglögt og sumar alls ekki, bæði sem hann sagði mér sjálfur, og líka aðrir. Hér set eg eina, er hann sagöi mér, og eg skrifaði. Pegar Jón var á Reykhólum, var sóknarprestur hans hinn* mikli merkisprestur og héraðshöfðingi, séra Ólafur prófastur Johnsen á Stað á Reykjanesi. Þeir munu báðir hafa verið örorðir,. og Jón, ef til vill, ekki ætíð með rólegum geðsmunum á peim. dögum. Konan mjög heilsulítil og hann sjálfur ekki strangur reglu- maður, hvað nautn áfengis snerti, sem hvarf algerlega á síðarb árum, svo hann mátti heita strangur reglumaður, eftir að eg kyntist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.