Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 39

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 39
EIMREIÐIN] FINNS JÓNSSONAR 103 •dóttir séra Magnúsar í Glaumbæ. Jón lagði lítinn trúnað á þetta, «n mundi þó eftir þvi, þegar stúlkan kom í Skagafjörð 1—2 árum •seinna. Fór hann þá að gefa henni auga og svo fóru leikar að hann fékk hennar. Pá var séra Magnús Sigurðsson löngu dáinn, hann druknaði i Svartá I Skagaiiröi og óraði fyrir dauða sinum. Morguninn sem hann dó, kom hann til Jóns Bjarnasonar og spurði hann, hvort hann gæti léð sér hnakk. Sagði að hann mundi ekki fara slysförum, ef hanu riði í hnakki Jóns. Það gat Jón ekki, þvi hann ætlaði að ferðast þann sama dag. Pá spurði jirestur, hvort hann gæti léð sér svipuna, það væri betra en ekki neitt og það gerði Jón. En þann sama dag druknaöi prestur, •eins og áður er sagt. Margir hagj'rðingar sagði Jón að hefðu verið i Skagaflrði. Einkum nefndi hann til þess bónda nokkurn, Pál Porsteinsson i Pottagerði. Hafði Páll verið íljótur að kasta fram vísum. Pegar Páli var sagt að ull og tólg væru gjaldgengt í prestsgjöld, kvað hann: »Má það gleðja misjafnt fólk, mörgum hlaðið brestum, að nú fæst fyrir ull og tólk eilíft lif hjá prestum«. Við hreppstjóra, er flutti sig úr hreppnum, kvað Páll: »Pað var skaði þessum hrepp, þú heflr fjallað með hann. Mér lá við að segja: sepp, svei þér burtu héðan«. Maður nokkur, Jón að nafni, og átti heima í Miðhúsum í Blönduhlíð, hafði talað um ýmislegt ráðlag Páls frammi í Skaga- firði. Pegar Páll frétti það, kvað hann nokkrar visur með þessu niðurlagi: »Monsjör Jón í Miðhúsum, mælti það fram á bæjum«. Tvær fyrstu vísurnar mundi Jón. Pær hljóða þannig: Skröltir Páll í skuldunum. Skatnar, að því hlæjum. Monsjör Jón í Miðhúsum mælti það fram á bæjum. Lofar tiðum lambseldum, þó lítið hafl af slægjum. Monsjör Jón í Miðhúsum mælti það fram á bæjum. Fleiri vísur lét Jón mig heyra eftir Pál og ileiri, er eg hirði «kki að tilfæra hér. Eitt sinn í byrjun túnasláttar var Jón, ásamt fleirum, að slá

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.