Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 43

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 43
cimreiðin] TÖFRATRÚ OG GALFRAOFSÓKNIR 107 ■Galdramennirnir hjá Satan, en vísindamennirnir voru beggja blands, fylgdu báðum og hvorugum. En það er nauðsynlegt að hafa ofurlitla hugmynd um vísindalegu töfrana, til þess að skilja hitt. Vísindalegu töfrarnir eru spunnir saman úr ýmsum þáttum. Áður heflr verið minst á babýlonsku vísindin, Kaldeavísindin og persnesku tvíveldiskenninguna, sem varð fyrir áhrif þaðan að hæstu og mögnuðustu uppsprettu töfravísindanna. f*á áltu einnig Forn-Egyftar allmikið til af slíkum vísindum og leyndardómum frá fornu fari. Og ioks urðu ýms drög úr grísku heimspekinni nothæf í þessa átt. í Alexandríu í Egyftalandi var um alllangt skeið mið- stöð allra vísinda í heiminum. Þangað streymdu vísinda- menn úr öllum heiminum. Þar var safnað saman ritum allra þjóða og tungumála i hið mikla bókasafn. Hér var því tækifæri til þess að bræða saman allan þennan hræri- graut alstaðar að, og sjóða upp úr öllu saman eitt heilt og óslitið kerfi. Og það svikust visindamennirnir heldur •ekki um. Þar var t. d. Philó, gyðinglegi spekingurinn nafnfrægi, sem bræddi saman gyðingdóm og hellensk vís- indi, og sýndi fram á, að í rauninni kendu þeir eitt og hið sama, Plató og Móses! Hann var samtíðarmaður Jesú. Hér í Alexandríu er því hin visindalega töfratrú grund- völluð, og þar eru þau verk samin um það efni, sem síðan er alla tíð vitnað í. í endalok fornaldarinnar þagnar alt sjálfstætt visindalíf í Evrópu. Kirkjan vann loks algerlega bug á heiðninni, og heimspekisskólanum í Aþenu, síðasta vígi heiðninnar, var lokað. En kirkjan var lengi vel mjög treg á að sam- þykkja galdratrúna. Að vísu hafði fjöldi af beinum töfra- kenningum komist inn í guðfræði kirkjunnar, eins og síðar mun verða minst á, en það var óafvitandi. Þeirri skoðun, sem haldið var fram í Ancyra (sjá áður), hélt kirkjan, þrátt fyrir vaxandi trú manna á veruleika galdr- anna og sambandi við illa anda. Og á tímum Karls mikla tekur kirkjan beinlínis til strangra meðala, til þess að liefta galdratrúna. Á sýnódus í Padeborn árið 785 er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.