Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 52

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 52
116 ÓDÁINS-VEIGAR [EIMREIÐIN mikils virtur meðal mannanna fyrir afls sakir. Samt ótt- uðust þeir hann. Aldrei sýndi hann miskunnsemi. Kærleik álti hann engan. Fyrir ódáinsveig aflsins hafði hann svo mikinn viljakraft að oft feldi hann óvini sína að velli með grimdar-hugsun sinni einni saman. En með slægð og vélum varð hann þó unninn um síð- ir. Og í þeirri lokaviðureign sá hann, að vitið var meira virði eu aflið. — Guð alfaðir var að tala við dóttur sína, sem ætlaði að fara í annað sinn ofan til mannanna á jörðunni. Á borðinu hjá þeim stóðu þrír bikarar. í einum var ódáins- veig aflsins, í öðrum veig viskunnar, í þeim þriðja var kærleikurinn. Hann bauð dóttur sinni að drekka; og hún greip visku- bikarinn og teigaði. Og sálin settist á einn sólargeislann og sveif til jarðar- innar. Hún gekk í mentaskóla mannanna. — Þetta var piltur- inn, sem ætíð var efstur í sínum bekk. Hann var mikils virtur fyrir vitsmuna sakir. Og menn- irnir kusu hann forseta sinn. Hann fann upp margbrotnar vítisvélar, sem spúðu eitri yfir óvini hans. Hann fann upp flugvél og flaug yfir Qöll og höf. Og mennirnir báru hann í sigurstól á höndum sér. — Samt ótluðust þeir hann. — Fyrir ódáinsveig viskunnar gat hann lesið hugsanir þeirra og refsað þeim með ósýnilegum öflum. Hann átti engan kærleika. Hann var grimmur. — En að lokum varð hann yfirunninn. — Hann gekk í Álfhól. Þar bjuggu ástríðurnar. Þær sungu og seiddu uns hann fór að dansa við þær............ Af visku sinni fann hann að þessar verur gat enginn sigrað, nema alkærleikurinn, sem gæti breytt þeim í sínar þjónustumeyjar. — Vilið hafði engin áhrif á þær. — En þær breyttu eðli sálarinnar. Hann fékk skömm á þrælsóttanum í augum félaga sinna. Hann fór að þrá kærleikann.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.