Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 53

Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 53
EIMREIÐIN) ÓDÁINS-VEIGAR 117 En álfarnir í Álfhól sungu og seiddu. — Og seinast bjuggu þeir honum aldurtila. — Guð alfaðir var að tala við dóttur sina. Hún ætlaði í þriðja sinn ofan á jörðina til mannanna. Bikararnir þrír stóðu á borðinu hjá þeim. Og hann bauð henni að drekka. Og hún greip kærleiksbikarinn og teigaði. Síðan settist hún upp á einn sólargeislann og sveif til jarðarinnar. Petta var dóttir fátæka bóndans í Koti. Henni þótti innilega vænt um alt sem hún sá, dautt og lifandi. Hún grét á haustin, þegar mennirnir voru að drepa dýrin og á veturna, þegar hún sá fuglana berjast um í hríð og gaddi. Hún grét, þegar hún sá að öðrum leið illa og reyndi að bæta úr böli þeirra. Og hún hló, þegar aðrir voru kátir og reyndi að auka enn meir gleði þeirra. Hún var oft fengin til að vera leiksystir sonar ríka bóndans á næsta bæ. Hann reyndi að gera hana reiða, en hann gat það ekki. Hann reyndi að fá hana til þess að gera það, sem þeim var. bannað að gera, en hann gat það ekki. Þá gerði hann það sjálfur og sinti engum bæn- um hennar, en sagði síðan að hún hefði gert það. Og hún sagði sjálf að hún hefði gert það, sagði það til þess að hún yrði barin, en ekki hann. — Og hún var barin. — Drengurinn vildi fá hana með sér í Álfhól að dansa við girndir og ástríður. En álfarnir mistu eðli sitt í faðmi hennar — urðu að kærleiksdísum — svo henni óx ásmegin alkærleikans. En drengurinn gat dansað við álfana. Og hann dansaði við þá út í víða veröld. Löngu seinna kom hann aftur heim. — Hann var svallari. — En nú sagðist hann vilja eiga fyrir konu dóttur fátæka bóndans í Ivoti. Og foreldrar hans vildu það. Og foreldrar hennar vildu það. Hún hafði altaf gert það, sem foreldrar hennar vildu að hún gerði. Og þó að hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.